Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2020 18:57 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarnefndar Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. W.O.M.E.N. sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem samtökin skoruðu á Reykjavíkurborg að taka til skoðunar að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárstuðning á næsta ári vegna ásakana um að félagið hafi mismunað fólki á grundvelli trúarbragða og þjóðernis. RÚV greindi fyrst frá. Fyrr í vikunni greindi fréttastofa frá því að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún varð vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverndi skjólstæðingar hafa sakað formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Reynist ásakanir réttar brýtur það gegn mannréttindastefnu borgarinnar „Við sáum þessa yfirlýsingu frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna og tökum hana auðvitað alvarlega. Þetta eru alvarlegar ásakanir sem ber að taka alvarlega,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Hún segir að þeim félögum sem hljóti styrki frá Reykjavíkurborg beri að fylgja mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Að sögn Heiðu hefur Fjölskylduhjálp fengið 2,5 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg. „Ef þetta er satt það sem þarna kemur fram þá er það auðvitað ekki í samræmi við hana, en ég hef auðvitað ekki séð þeirra viðbrögð,“ segir Heiða. „Þau eru auðvitað að vinna mjög mikilvægt starf með því að gefa fólki sem á þarf að halda mat. Við höfum styrkt það,“ segir Heiða. Hún segir engar kvartanir hafa borist Reykjavíkurborg formlega en hún hafi séð og fylgst með umræðunni sem farið hefur fram um Fjölskylduhjálp undanfarna daga. „Um leið og fram er komin ályktun eða annað gagn þá höfum við það til hliðsjónar og munum skoða þetta vel í framhaldinu,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Tengdar fréttir Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. 11. desember 2020 08:41 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
W.O.M.E.N. sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem samtökin skoruðu á Reykjavíkurborg að taka til skoðunar að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárstuðning á næsta ári vegna ásakana um að félagið hafi mismunað fólki á grundvelli trúarbragða og þjóðernis. RÚV greindi fyrst frá. Fyrr í vikunni greindi fréttastofa frá því að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún varð vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverndi skjólstæðingar hafa sakað formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Reynist ásakanir réttar brýtur það gegn mannréttindastefnu borgarinnar „Við sáum þessa yfirlýsingu frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna og tökum hana auðvitað alvarlega. Þetta eru alvarlegar ásakanir sem ber að taka alvarlega,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Hún segir að þeim félögum sem hljóti styrki frá Reykjavíkurborg beri að fylgja mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Að sögn Heiðu hefur Fjölskylduhjálp fengið 2,5 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg. „Ef þetta er satt það sem þarna kemur fram þá er það auðvitað ekki í samræmi við hana, en ég hef auðvitað ekki séð þeirra viðbrögð,“ segir Heiða. „Þau eru auðvitað að vinna mjög mikilvægt starf með því að gefa fólki sem á þarf að halda mat. Við höfum styrkt það,“ segir Heiða. Hún segir engar kvartanir hafa borist Reykjavíkurborg formlega en hún hafi séð og fylgst með umræðunni sem farið hefur fram um Fjölskylduhjálp undanfarna daga. „Um leið og fram er komin ályktun eða annað gagn þá höfum við það til hliðsjónar og munum skoða þetta vel í framhaldinu,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Tengdar fréttir Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. 11. desember 2020 08:41 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37
Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. 11. desember 2020 08:41
Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37