Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 10:21 Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum í gærkvöldi. Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að töluvert hafi verið um samkvæmi í heimahúsi í nótt og allur gangur á hvort fólk virti tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk hafa slakað á varðandi Covid,“ var sagt í dagbók lögreglu. Þá mátti sjá mikla hópamyndun á Laugaveginum síðdegis í gær þegar tónlistarmaðurinn Auður skemmti gangandi vegfarendum. Um er að ræða verkefnið Sköpum líf í lokun á vegum Priksins sem er styrkt af Reykjavíkurborg. Hægt er að horfa á tónleikana hér. Tónleikararni eru hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun. Þorsti í fólki „Ég verð að viðurkenna að þetta eru svolítil vonbrigði að heyra þetta,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi um öll samkvæmin í heimahúsi. „Maður hafði á tilfinningunni að síðustu tvær helgar hefði fólk verið að taka tillit til þessara tilmæla og halda að sér að hittast og svoleiðis. En á sama tíma skilur maður þetta alveg, það er mikill þorsti hjá fólki að hittast og þetta er þessi árstími sem fólk tengir við svona og hefðirnar ganga út á þetta. En þetta eru töluverð vonbrigði verð ég að segja,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að slík hegðun geti leitt til þess að faraldurinn komist á skrið á ný. Rögnvaldur ÓlafssonVísir/Vilhelm „Við erum búin að tala um það frá því í nóvember að við höfum miklar áhyggjur af þessum árstíma. Þetta er þessi tími sem fólk er að hittast saman og það er kjör endur fyrir veiruna að komast áfram, þess vegna er verið að biðla til fólks að vera ekki að hittast. Ég tala ekki um núna ef þú ert óheppinn og færð veiruna ertu að veðja jólunum þínum, þá verðurðu líklega í einangrun á jólunum.“ Ekki endilega óhætt utandyra Hann segir hópamyndunina við tónleika Auður á Laugaveginum ekki æskilega. „Það er vissulega virðingarvert að það sé verið að bjóða upp á skemmtun og eitthvað fyrir fólk en á sama tíma verður fólk að átta sig á því og muna hvað við erum að gera. Það er hægt að njóta tónlistar án þess að safnast saman allir og ekki sitja alla tónleikana. Halda hreyfingu og hjálpa til, ef það er verið að gera eitthvað til dægrastyttingar að búa ekki til raðir eða hópa. Ef fólki líður ekki vel í aðstæðum og finnst það vera þröngt að fara þá í burtu. Þessar tíu manna samkomutakmarkanir sem eru í gangi núna eru líka hugsaðar úti. Við erum að biðja fólk að taka þátt í þessu og hjálpa okkur. Það vita allir hvað við erum að gera og stefna að.“ Hann segir svona hópamyndun geta verið varhugaverða með tilliti til útbreiðslu veirunnar, þó svo að hún eigi sér stað utandyra. „Það geta verið hættulegar aðstæður ef fólk er mjög þétt ef allir eru ekki með grímur og þess háttar, við höfum tekið eftir að fólk slakar á ef það er úti hefur tilfinningu að veiran dreifist minna og öðruvísi úti við en það er ekkert sjálfgefið að það sé þannig. Ef það er stutt í næsta mann fer hún auðveldlega á milli, ef það er kyrrt í einhvern tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. 12. desember 2020 13:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að töluvert hafi verið um samkvæmi í heimahúsi í nótt og allur gangur á hvort fólk virti tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk hafa slakað á varðandi Covid,“ var sagt í dagbók lögreglu. Þá mátti sjá mikla hópamyndun á Laugaveginum síðdegis í gær þegar tónlistarmaðurinn Auður skemmti gangandi vegfarendum. Um er að ræða verkefnið Sköpum líf í lokun á vegum Priksins sem er styrkt af Reykjavíkurborg. Hægt er að horfa á tónleikana hér. Tónleikararni eru hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun. Þorsti í fólki „Ég verð að viðurkenna að þetta eru svolítil vonbrigði að heyra þetta,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi um öll samkvæmin í heimahúsi. „Maður hafði á tilfinningunni að síðustu tvær helgar hefði fólk verið að taka tillit til þessara tilmæla og halda að sér að hittast og svoleiðis. En á sama tíma skilur maður þetta alveg, það er mikill þorsti hjá fólki að hittast og þetta er þessi árstími sem fólk tengir við svona og hefðirnar ganga út á þetta. En þetta eru töluverð vonbrigði verð ég að segja,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að slík hegðun geti leitt til þess að faraldurinn komist á skrið á ný. Rögnvaldur ÓlafssonVísir/Vilhelm „Við erum búin að tala um það frá því í nóvember að við höfum miklar áhyggjur af þessum árstíma. Þetta er þessi tími sem fólk er að hittast saman og það er kjör endur fyrir veiruna að komast áfram, þess vegna er verið að biðla til fólks að vera ekki að hittast. Ég tala ekki um núna ef þú ert óheppinn og færð veiruna ertu að veðja jólunum þínum, þá verðurðu líklega í einangrun á jólunum.“ Ekki endilega óhætt utandyra Hann segir hópamyndunina við tónleika Auður á Laugaveginum ekki æskilega. „Það er vissulega virðingarvert að það sé verið að bjóða upp á skemmtun og eitthvað fyrir fólk en á sama tíma verður fólk að átta sig á því og muna hvað við erum að gera. Það er hægt að njóta tónlistar án þess að safnast saman allir og ekki sitja alla tónleikana. Halda hreyfingu og hjálpa til, ef það er verið að gera eitthvað til dægrastyttingar að búa ekki til raðir eða hópa. Ef fólki líður ekki vel í aðstæðum og finnst það vera þröngt að fara þá í burtu. Þessar tíu manna samkomutakmarkanir sem eru í gangi núna eru líka hugsaðar úti. Við erum að biðja fólk að taka þátt í þessu og hjálpa okkur. Það vita allir hvað við erum að gera og stefna að.“ Hann segir svona hópamyndun geta verið varhugaverða með tilliti til útbreiðslu veirunnar, þó svo að hún eigi sér stað utandyra. „Það geta verið hættulegar aðstæður ef fólk er mjög þétt ef allir eru ekki með grímur og þess háttar, við höfum tekið eftir að fólk slakar á ef það er úti hefur tilfinningu að veiran dreifist minna og öðruvísi úti við en það er ekkert sjálfgefið að það sé þannig. Ef það er stutt í næsta mann fer hún auðveldlega á milli, ef það er kyrrt í einhvern tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. 12. desember 2020 13:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30
Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. 12. desember 2020 13:00