Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hittust á fundi í dag til þess að ræða viðskiptasamning sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Ákváðu þau að gefa sér rýmri tíma til að ná samningi.
Viðræðurnar hafa gengið erfiðlega til þessa þar sem enn á eftir að semja um nokkur stór mál. Meðal stærstu ágreiningsatriða eru meðal annars samkeppnisreglur og fiskveiðar.