Frumvarpið komi ekki alfarið í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverifs- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi á Akureyri segir alvarlegt ef lög um miðhálendisþjóðgarð komi í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu. Umhverfisráðherra segir ekki rétt að frumvarpið komi alfarið í veg fyrir orkunýtingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Þórir Garðarsson, forstjóri GrayLine og Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku, ræddu frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ingibjörg hefur efasemdir um frumvarpið. Meðal annars þurfi að hennar mati að huga betur að þörfinni fyrir orkunýtingu til framtíðar. „Ég skil þetta sem svo að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk, landsvæði sem í raun og veru er sameign þjóðarinnar. Þetta er ekki sagt í frumvarpinu sjálfu en kemur fram í markmiðslýsingunni. Og við stofnun hálendisþjóðgarðs þá falla niður sérlög um Vatnajöklsþjóðgarðinn sem tóku mið af fjölbreyttri starfsemi og aðstæðum við stofnun þjóðgarðsins,“ sagði Ingibjörg. „Með þessu er svæðið sem er hentugast til að framleiða endurnýjanlega græna orku tekið úr sambandi og ef þú tekur orkuríkasta svæði landsins út fyrir sviga þá hlýtur maður að spyrja sig hverju er verið að fórna? Hverjar eru þarfir landsins?,“ spurði Ingibjörg. „Auk þess sem ég lít svo á að þetta takmarki bara verulega möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi sem að þá lítur beint að rekstri þjóðgarðsins. Ég tel til dæmis okkur verða að virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu, landeigenda og svo ekki sé minnst á almenning,“ bætti hún við. Umhverfisráðherra segist ósammála því að verið sé að loka hálendinu. „Það kemur nú mjög skýrt fram í 18. grein frumvarpsins að almenningi er heimil för um þjóðgarðinn og dvöl þar,“ sagði Guðmundur Ingi. Ingibjörg ítrekaði áhyggjur sínar af takmörkunum á möguleikum orkunýtingar. „Það er verið að loka á orkunýtingu á hálendinu með þessu frumvarpi og ég tel að það sé bara mjög alvarlegt,“ sagði Ingibjörg. Þessu kvaðst ráðherra einnig ósammála. Hugmyndir sem þegar hafi komið fram um orkunýtingu komi til greina að skoða en aðrar og nýjar hugmyndir ekki. „Við klárum umfjöllun um það sem hefur komið fram en ekki meira. Þannig að það er ekki rétt að það sé verið að loka algjörlega á orkunýtingu. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir því að það sé reynt að beina henni inn á svæði sem þegar eru röskuð,“ sagði Guðmundur Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðgarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Þórir Garðarsson, forstjóri GrayLine og Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku, ræddu frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ingibjörg hefur efasemdir um frumvarpið. Meðal annars þurfi að hennar mati að huga betur að þörfinni fyrir orkunýtingu til framtíðar. „Ég skil þetta sem svo að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk, landsvæði sem í raun og veru er sameign þjóðarinnar. Þetta er ekki sagt í frumvarpinu sjálfu en kemur fram í markmiðslýsingunni. Og við stofnun hálendisþjóðgarðs þá falla niður sérlög um Vatnajöklsþjóðgarðinn sem tóku mið af fjölbreyttri starfsemi og aðstæðum við stofnun þjóðgarðsins,“ sagði Ingibjörg. „Með þessu er svæðið sem er hentugast til að framleiða endurnýjanlega græna orku tekið úr sambandi og ef þú tekur orkuríkasta svæði landsins út fyrir sviga þá hlýtur maður að spyrja sig hverju er verið að fórna? Hverjar eru þarfir landsins?,“ spurði Ingibjörg. „Auk þess sem ég lít svo á að þetta takmarki bara verulega möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi sem að þá lítur beint að rekstri þjóðgarðsins. Ég tel til dæmis okkur verða að virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu, landeigenda og svo ekki sé minnst á almenning,“ bætti hún við. Umhverfisráðherra segist ósammála því að verið sé að loka hálendinu. „Það kemur nú mjög skýrt fram í 18. grein frumvarpsins að almenningi er heimil för um þjóðgarðinn og dvöl þar,“ sagði Guðmundur Ingi. Ingibjörg ítrekaði áhyggjur sínar af takmörkunum á möguleikum orkunýtingar. „Það er verið að loka á orkunýtingu á hálendinu með þessu frumvarpi og ég tel að það sé bara mjög alvarlegt,“ sagði Ingibjörg. Þessu kvaðst ráðherra einnig ósammála. Hugmyndir sem þegar hafi komið fram um orkunýtingu komi til greina að skoða en aðrar og nýjar hugmyndir ekki. „Við klárum umfjöllun um það sem hefur komið fram en ekki meira. Þannig að það er ekki rétt að það sé verið að loka algjörlega á orkunýtingu. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir því að það sé reynt að beina henni inn á svæði sem þegar eru röskuð,“ sagði Guðmundur Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þjóðgarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira