Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 14:43 Flutningarnir marka stóran áfanga í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vestanhafs. AP/Morry Gash Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. Þrjár milljónir skammta voru fluttar með fyrstu bílum sem ætlaðir eru heilbrigðisstarfsfólki og íbúum hjúkrunarheimila. Búist er við því að skammtarnir verði komnir til 145 dreifingaraðila strax á morgun, 425 staðir bætast svo við á þriðjudag og síðustu 66 á miðvikudag, að því er fram kemur í frétt AP. Bóluefnið verður síðan flutt á sjúkrahús og aðra staði sem geta geymt það við viðunandi aðstæður, en geyma þarf bóluefnið í 94 gráðu frosti. Pfizer hefur pakkað bóluefninu inn í þurrís og fylgja mælar sem fylgjast með því að hitastig geymslukassanna verði aldrei of hátt. Bóluefnið er geymt í þurrís.AP/Morry Gash Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech á föstudag. Bóluefnið, sem veitir allt að 95% vörn gegn kórónuveirunni, reyndist samkvæmt úttekt stofnunarinnar vera bæði öruggt og árangursríkt. Áætlað er að skammtar verði komnir á alla þá staði sem sjá um bólusetningar innan þriggja vikna. Forstjóri lyfja- og matvælaeftirlit fullyrti að leyfið hafi verið veitt á vísindalegum grundvelli eftir greinagóða úttekt á bóluefninu. Einhverjir höfðu lýst yfir áhyggjum af því að ferlinu hefði verið flýtt þar sem Hvíta húsið hafði beitt miklum þrýstingi að fá leyfi fyrir helgi, en forstjórinn segir það af og frá. Nú þegar eru bólusetningar hafnar í Bretlandi en upp hafa komið nokkur tilvik þar sem einstaklingar hafa fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð. Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur komið þeim tilmælum áleiðis að fólk með þekkt ofnæmi fyrir innihaldsefnum bóluefnisins eigi ekki að fá bólusetningu. Klippa: Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21 Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Þrjár milljónir skammta voru fluttar með fyrstu bílum sem ætlaðir eru heilbrigðisstarfsfólki og íbúum hjúkrunarheimila. Búist er við því að skammtarnir verði komnir til 145 dreifingaraðila strax á morgun, 425 staðir bætast svo við á þriðjudag og síðustu 66 á miðvikudag, að því er fram kemur í frétt AP. Bóluefnið verður síðan flutt á sjúkrahús og aðra staði sem geta geymt það við viðunandi aðstæður, en geyma þarf bóluefnið í 94 gráðu frosti. Pfizer hefur pakkað bóluefninu inn í þurrís og fylgja mælar sem fylgjast með því að hitastig geymslukassanna verði aldrei of hátt. Bóluefnið er geymt í þurrís.AP/Morry Gash Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech á föstudag. Bóluefnið, sem veitir allt að 95% vörn gegn kórónuveirunni, reyndist samkvæmt úttekt stofnunarinnar vera bæði öruggt og árangursríkt. Áætlað er að skammtar verði komnir á alla þá staði sem sjá um bólusetningar innan þriggja vikna. Forstjóri lyfja- og matvælaeftirlit fullyrti að leyfið hafi verið veitt á vísindalegum grundvelli eftir greinagóða úttekt á bóluefninu. Einhverjir höfðu lýst yfir áhyggjum af því að ferlinu hefði verið flýtt þar sem Hvíta húsið hafði beitt miklum þrýstingi að fá leyfi fyrir helgi, en forstjórinn segir það af og frá. Nú þegar eru bólusetningar hafnar í Bretlandi en upp hafa komið nokkur tilvik þar sem einstaklingar hafa fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð. Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur komið þeim tilmælum áleiðis að fólk með þekkt ofnæmi fyrir innihaldsefnum bóluefnisins eigi ekki að fá bólusetningu. Klippa: Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21 Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21
Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57
Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48