Dregið var í 32-liða úrslit Evróudeildarinnar í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í Nyon í Sviss nú rétt í þessu.
Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær sem og Mikel Arteta fá mjög verðug verkefni í 32-liða úrslitum keppninnar en Real Sociedad er til að mynda á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Tottenham Hotspur, topplið ensku úrvalsdeildarinnar mætir Wolfsberger AC frá Austurríki. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal mæta þar portúgalska stórliðinu Benfica.
Granada er að leika í Evrópudeildinni í fyrsta skipti og tryggði sér óvænt sæti í 32-liða úrslitum. Þar bíður þeirra erfitt verkefni en Granada drógst gegn Napoli.
Leikirnir fara fram 18. og 25. febrúar, nema heimaleikur Tottenham Hotspur. Hann verður leikinn 24. febrúar. Hér að neðan má sjá 32-liða úrslitin í heild sinni.
Viðureignir 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar
AC Milan – Rauða Stjarnan
Arsenal - Benfica
Ajax - Lille
Club Brugge – Dinamo Kiev
Dinamo Zagreb - Krasnodar
Hoffenheim - Molde
Leicester City – Slavia Prag
Leverkusen – Young Boys
Manchester United – Real Sociedad
Napoli - Granada
PSV Eindhoven - Olympiakos
Rangers - Antwerp
Roma - Braga
Shakhtar Donetsk – Maccabi Tel-Aviv
Tottenham Hotspur – Wolfsberger AC
Villarreal - Salzburg
Viðureignir 32-liða úrslita EvrópudeildarinnarLið frá sama landi gátu ekki dregist saman í sextán liða úrslitunum og gátu lið sem voru saman í riðli ekki lent saman. Þá geta lið frá Rússlandi og Úkraínu ekki dregist saman.
Liðin í efri styrkleikaflokki eiga seinni leikinn á heimavelli. Fyrri leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram 18. febrúar 2021 og seinni leikirnir 25. febrúar 2021. Nema leikur Tottenham sem fer fram degi fyrr.

Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.