Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2020 14:01 Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir/vilhelm Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Stillt verður upp á lista Viðreisnar eftir áramót og aðspurður hvort hann stefni á oddvitasætið segist Guðmundur hafa metnað til að komast í áhrifastöðu. „Auðvitað stefnir maður alltaf sem hæst en það er hlutverk uppstillingarnefndar að skoða hvað flokknum og kjördæminu er fyrir bestu.“ Það vakti mikla athygli þegar Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur síðar frá því að hann og fjölskylda hans hygðust flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur var ópólitískur bæjarstjóri og hefur ekki tilheyrt flokki til þessa. Upp á síðkastið hefur hann mátað sig við aðra stjórnmálaflokka en Guðmundur segir stefnu og orðræðu Viðreisnar hafa talað til sín. Frá Ísafirði. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ársbyrjun.vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er ákveðið þroskastökk í hjarta hvers síkvabbandi einstaklings að reyna átta sig á því hvar maður á heima. Mér finnst mikilvægt að taka svona ákvarðanir að vel ígrunduðu máli og ég er búin að ráðfæra mig við fólk sem ég treysti og þekkir mig vel.“ Varð þessi reynsla á Ísafirði ekkert til þess að fæla þig frá pólitík? „Nei, ég held að þegar maður fer í heiðarlegt uppgjör hugsa ég um þennan tíma fyrir vestan sem eina albestu ákvörðun sem ég og mín fjölskylda höfum tekið. Það er miklu meira jákvætt og fallegt sem þetta skilur eftir en hið gagnstæða. Ég held að sú reynsla sé í raun kveikjan að því að ég átta mig á því hvað mig langar að verða þegar ég verð stór.“ Í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu lýsti Guðmundur meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Aðspurður hvort hann telji önnur vinnubrögð tíðkast á Alþingi segir hann reynsluna fyrir vestan hafa verið þroskandi. „Ég á ekkert von á því að þetta gerist öðruvísi en held að þetta hafi verið lærdómur í pólitík. Ég held að þegar þú ert ráðinn pólitískt ertu sjálfkrafa dreginn inn í pólitík og það er eitthvað sem maður lærir af. Það er þá kannski líka bara ágætt að nálgast stöðuna út frá þeim forsendum að maður sé í pólitík.“ Þannig þú stefnir á sæti á Alþingi á næsta ári? „Ég veit hvar minn metnaður liggur og veit að ég hef keppnisskap. Ef það er staða sem flokkurinn og flokksmenn treysta mér til að taka þátt í mun það ekki standa á mér. Svo er þetta bara undir kjósendum komið.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Ísafjarðarbær Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Stillt verður upp á lista Viðreisnar eftir áramót og aðspurður hvort hann stefni á oddvitasætið segist Guðmundur hafa metnað til að komast í áhrifastöðu. „Auðvitað stefnir maður alltaf sem hæst en það er hlutverk uppstillingarnefndar að skoða hvað flokknum og kjördæminu er fyrir bestu.“ Það vakti mikla athygli þegar Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur síðar frá því að hann og fjölskylda hans hygðust flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur var ópólitískur bæjarstjóri og hefur ekki tilheyrt flokki til þessa. Upp á síðkastið hefur hann mátað sig við aðra stjórnmálaflokka en Guðmundur segir stefnu og orðræðu Viðreisnar hafa talað til sín. Frá Ísafirði. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ársbyrjun.vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er ákveðið þroskastökk í hjarta hvers síkvabbandi einstaklings að reyna átta sig á því hvar maður á heima. Mér finnst mikilvægt að taka svona ákvarðanir að vel ígrunduðu máli og ég er búin að ráðfæra mig við fólk sem ég treysti og þekkir mig vel.“ Varð þessi reynsla á Ísafirði ekkert til þess að fæla þig frá pólitík? „Nei, ég held að þegar maður fer í heiðarlegt uppgjör hugsa ég um þennan tíma fyrir vestan sem eina albestu ákvörðun sem ég og mín fjölskylda höfum tekið. Það er miklu meira jákvætt og fallegt sem þetta skilur eftir en hið gagnstæða. Ég held að sú reynsla sé í raun kveikjan að því að ég átta mig á því hvað mig langar að verða þegar ég verð stór.“ Í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu lýsti Guðmundur meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Aðspurður hvort hann telji önnur vinnubrögð tíðkast á Alþingi segir hann reynsluna fyrir vestan hafa verið þroskandi. „Ég á ekkert von á því að þetta gerist öðruvísi en held að þetta hafi verið lærdómur í pólitík. Ég held að þegar þú ert ráðinn pólitískt ertu sjálfkrafa dreginn inn í pólitík og það er eitthvað sem maður lærir af. Það er þá kannski líka bara ágætt að nálgast stöðuna út frá þeim forsendum að maður sé í pólitík.“ Þannig þú stefnir á sæti á Alþingi á næsta ári? „Ég veit hvar minn metnaður liggur og veit að ég hef keppnisskap. Ef það er staða sem flokkurinn og flokksmenn treysta mér til að taka þátt í mun það ekki standa á mér. Svo er þetta bara undir kjósendum komið.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Ísafjarðarbær Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira