Burtu með biðlistana Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 15. desember 2020 11:32 Í síðastliðinni viku framkvæmdi Klíníkin við Ármúla 17 liðskiptiaðgerðir á fólki á aldrinum 23-86 ára. Ef að Klíníkin gæti haldið þessum afköstum 48 vikur á ári, yrðu þar framkvæmdar 816 aðgerðir á ári. Á biðlista eftir þessum aðgerðum í opinbera kerfinu eru í dag ca. 1000 einstaklingar. Má alveg slá því nokkuð föstu að þessir 17 einstaklingar hafi gefist upp á því að vera á þessum biðlista og ákveðið að borga sjálft ca. 1100 þús. fyrir þessar aðgerðir. Mögulega til þess að geta haldið sínum starfsferli áfram, nú eða bara til þess að fá til baka þau lífsgæði sem það bjó við áður en liðurinn gaf sig. Þrátt fyrir aukið fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu á undanförnum árum, næst illa að ná fjölda á biðlista undir 1000. Einhver gæti sagt að þá ætti bara að auka enn frekar við fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu. Það er auðvitað sjónarmið útaf fyrir sig. En liðskiptaaðgerðir eru á fullum afköstum í opinbera kerfinu, svo fremi sem forgangsaðgerðir vegna slysa eða bráðaveikinda, teppa ekki skurðstofur. Það er því nokkuð ljóst að opinbera kerfið og innviðir þess, ráða ekkert við stöðuna og meiri líkur en minni eru á því að biðlistarnir lengist frekar en hitt. Fyrir tæpan milljarð í viðbótarframlög til Sjúkratrygginga Íslands, væri með góðu móti hægt að framkvæma rúmlega 800 aðgerðir á ári á Kíníkinni , ef miðað er við afköst síðustu viku. Þar er ein besta mögulega aðstaða á landinu til slíkra aðgerða og fagfólk þar í hverri stöðu. Reyndar segir sagan það, að á meðan opinbera kerfið þarf að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki og nái jafnvel ekki að manna allar auglýstar stöður, þá geti Klíníkin valið úr fólki sem sótt hefur um störf þar að eigin frumkvæði. Það er löngu ljóst og var áður en Covidið skall á, að núverandi fyrirkomulag vegna þessara aðgerða er löngu úr sér gengið. Það eru í rauninni ekkert annað en pólitískar kreddur sem standa í vegi fyrir því að hægt verði af alvöru að hefja alvöruátak í því að ná niður biðlistum vegna þessara aðgerða. Lausnin fellst í því að nýta þau tækifæri sem bjóðast, en ekki hafna þeim af pólitískum ástæðum. Á það í reyndar líka við flest annað í heilbrigðiskerfinu sem ekki fellur undir bráða og lyflækningar. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku framkvæmdi Klíníkin við Ármúla 17 liðskiptiaðgerðir á fólki á aldrinum 23-86 ára. Ef að Klíníkin gæti haldið þessum afköstum 48 vikur á ári, yrðu þar framkvæmdar 816 aðgerðir á ári. Á biðlista eftir þessum aðgerðum í opinbera kerfinu eru í dag ca. 1000 einstaklingar. Má alveg slá því nokkuð föstu að þessir 17 einstaklingar hafi gefist upp á því að vera á þessum biðlista og ákveðið að borga sjálft ca. 1100 þús. fyrir þessar aðgerðir. Mögulega til þess að geta haldið sínum starfsferli áfram, nú eða bara til þess að fá til baka þau lífsgæði sem það bjó við áður en liðurinn gaf sig. Þrátt fyrir aukið fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu á undanförnum árum, næst illa að ná fjölda á biðlista undir 1000. Einhver gæti sagt að þá ætti bara að auka enn frekar við fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu. Það er auðvitað sjónarmið útaf fyrir sig. En liðskiptaaðgerðir eru á fullum afköstum í opinbera kerfinu, svo fremi sem forgangsaðgerðir vegna slysa eða bráðaveikinda, teppa ekki skurðstofur. Það er því nokkuð ljóst að opinbera kerfið og innviðir þess, ráða ekkert við stöðuna og meiri líkur en minni eru á því að biðlistarnir lengist frekar en hitt. Fyrir tæpan milljarð í viðbótarframlög til Sjúkratrygginga Íslands, væri með góðu móti hægt að framkvæma rúmlega 800 aðgerðir á ári á Kíníkinni , ef miðað er við afköst síðustu viku. Þar er ein besta mögulega aðstaða á landinu til slíkra aðgerða og fagfólk þar í hverri stöðu. Reyndar segir sagan það, að á meðan opinbera kerfið þarf að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki og nái jafnvel ekki að manna allar auglýstar stöður, þá geti Klíníkin valið úr fólki sem sótt hefur um störf þar að eigin frumkvæði. Það er löngu ljóst og var áður en Covidið skall á, að núverandi fyrirkomulag vegna þessara aðgerða er löngu úr sér gengið. Það eru í rauninni ekkert annað en pólitískar kreddur sem standa í vegi fyrir því að hægt verði af alvöru að hefja alvöruátak í því að ná niður biðlistum vegna þessara aðgerða. Lausnin fellst í því að nýta þau tækifæri sem bjóðast, en ekki hafna þeim af pólitískum ástæðum. Á það í reyndar líka við flest annað í heilbrigðiskerfinu sem ekki fellur undir bráða og lyflækningar. Höfundur er bílstjóri.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar