Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2020 16:39 Þessa mynd tók Davíð Kristinsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs, og sýnir hún hvar aurskriða hefur fallið á hús. Davíð Kristinsson Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. Óvissustig vegna skriðuhættu er nú í gildi á Austfjörðum en því var lýst eftir að skriðurnar féllu rétt fyrir klukkan þrjú, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Tvær aurskriður féllu úr Botnum. Annarsvegar niður í Botnahlíð og hins vegar á Austurveg. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Þá hafa engar upplýsingar borist um slys á fólki. Hús rýmd og íbúar varaðir við Almannavarnir hafa ákveðið að rýma hluta af svæði C á Seyðisfirði. Rýma þarf eða vara íbúa við að hafast ekki við fjallsmegin í húsum á C-svæði undir Botnum frá Dagmálalæk að Búðará. Einnig B- og C-svæði ofan Gamla Austurvegar, og Austurveg 42, Hafnargata 18b til 38a, ofan götunnar. Sleppa má Botnahlíð 9, 11 og 13. Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði. Jafnframt er ástæða til þess að vara umsjónarmenn í síldarverksmiðjunni SR-Mjöli við skriðuhættu og óskað eftir að starfsfólk og aðrir íbúar séu upplýst um hættu a svæðinu. Hér má sjá mynd af skriðunni sem féll. Mikið hefur rignt síðustu sex sólarhringa á Austfjörðum og sem dæmi má nefna að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði er komin yfir 350 mm. Jarðvegur í neðri hluta hlíða er orðinn vatnsmettaður og skriður hafa fallið neðarlega í hlíðum bæði á Eskifirði og Seyðisfirði. Spáð er áframhaldandi úrkomu sem verður þó snjókoma niður fyrir miðjar hlíðar. Flæðir báðum megin við húsið Vilborg Diljá Jónsdóttir, íbúi í Botnhlíð, segir fyrstu skriðuna hafa fallið á húsið hennar og eiginmanns hennar um klukkan þrjú. Aurskriðan nái vel upp á gluggann sem snúi upp í fjallið. „Svo flæðir sitt hvoru megin við húsið. Ef þetta stoppar ekki þá flæðir inn í húsið,“ segir Diljá. Búið er að loka götunni að sögn Diljá sem er flúin á hótel en þau hjónin reka Ölduna á Seyðisfirði. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir á annan tug manna í því að rýma svæðið og vakta það. Engar lífsbjargandi aðgerðir séu í gangi en unnið sé úr greiningu með sérfærðingum í ofanflóðum varðandi hættuna á svæðinu. Vilborg Diljá Jónsdóttir, íbúi í Botnhlíð, segir fyrstu skriðuna hafa fallið á húsið hennar og eiginmanns hennar um klukkan þrjú. Aurskriðan nái vel upp á gluggann sem snúi upp í fjallið.Davíð Kristinsson Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýsa yfir óvissustigi almannavarna á Seyðisfirði eftir að tvær aurskriður féllu úr Botnum annarsvegar niður í Botnahlíð og á Austurveg. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Þá hafa engar upplýsingar borist um slys á fólki. Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á svæðinu. Tekin hefur verið ákvörðun um að rýma hluta af svæði svæði C á Seyðisfirði. Rýma þarf eða vara íbúa við að hafast ekki við fjallsmegin í húsum á C-svæði undir Botnum frá Dagmálalæk að Búðará. Einnig B- og C-svæði ofan Gamla Austurvegar, og Austurveg 42, Hafnargata 18b til 38a, ofan götunnar. Sleppa má Botnahlíð 9, 11 og 13. Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði. Jafnframt er ástæða til þess að vara umsjónarmenn í SR-Mjöli við skriðuhættu og óskað eftir að starfsfólk og aðrir íbúar séu upplýst um hættu a svæðinu. Skriðuhætta hefur verið á Austurlandi vegna mikilla rigninga undanfarna daga. Jörð er orðin vatnsmettuð eftir rigningu, snjóbráð og hlýinda síðustu daga. Tilkynning frá Landsbjörg Um kl. 14:45 féllu tvö aurflóð á Seyðisfirði – annað lítið en hitt sýnu stærra og náði að byggð. Tjón var óverulegt en einhverjir lausamunir runnu úr görðum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi og kallað út björgunarsveitarfólk til að rýma hluta af áhrifasvæði flóðanna, vakta umferð um svæðið og huga að íbúm. Sú vinna er nú í gangi. Þessi mynd er einnig tekin í Botnahlíð.Davíð Kristinsson Vilborg segir að flæða muni inn í húsið á endanum.Davíð Kristinsson Þessar myndir tók Davíð svo á Austurvegi.Davíð Kristinsson Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Óvissustig vegna skriðuhættu er nú í gildi á Austfjörðum en því var lýst eftir að skriðurnar féllu rétt fyrir klukkan þrjú, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Tvær aurskriður féllu úr Botnum. Annarsvegar niður í Botnahlíð og hins vegar á Austurveg. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Þá hafa engar upplýsingar borist um slys á fólki. Hús rýmd og íbúar varaðir við Almannavarnir hafa ákveðið að rýma hluta af svæði C á Seyðisfirði. Rýma þarf eða vara íbúa við að hafast ekki við fjallsmegin í húsum á C-svæði undir Botnum frá Dagmálalæk að Búðará. Einnig B- og C-svæði ofan Gamla Austurvegar, og Austurveg 42, Hafnargata 18b til 38a, ofan götunnar. Sleppa má Botnahlíð 9, 11 og 13. Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði. Jafnframt er ástæða til þess að vara umsjónarmenn í síldarverksmiðjunni SR-Mjöli við skriðuhættu og óskað eftir að starfsfólk og aðrir íbúar séu upplýst um hættu a svæðinu. Hér má sjá mynd af skriðunni sem féll. Mikið hefur rignt síðustu sex sólarhringa á Austfjörðum og sem dæmi má nefna að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði er komin yfir 350 mm. Jarðvegur í neðri hluta hlíða er orðinn vatnsmettaður og skriður hafa fallið neðarlega í hlíðum bæði á Eskifirði og Seyðisfirði. Spáð er áframhaldandi úrkomu sem verður þó snjókoma niður fyrir miðjar hlíðar. Flæðir báðum megin við húsið Vilborg Diljá Jónsdóttir, íbúi í Botnhlíð, segir fyrstu skriðuna hafa fallið á húsið hennar og eiginmanns hennar um klukkan þrjú. Aurskriðan nái vel upp á gluggann sem snúi upp í fjallið. „Svo flæðir sitt hvoru megin við húsið. Ef þetta stoppar ekki þá flæðir inn í húsið,“ segir Diljá. Búið er að loka götunni að sögn Diljá sem er flúin á hótel en þau hjónin reka Ölduna á Seyðisfirði. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir á annan tug manna í því að rýma svæðið og vakta það. Engar lífsbjargandi aðgerðir séu í gangi en unnið sé úr greiningu með sérfærðingum í ofanflóðum varðandi hættuna á svæðinu. Vilborg Diljá Jónsdóttir, íbúi í Botnhlíð, segir fyrstu skriðuna hafa fallið á húsið hennar og eiginmanns hennar um klukkan þrjú. Aurskriðan nái vel upp á gluggann sem snúi upp í fjallið.Davíð Kristinsson Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýsa yfir óvissustigi almannavarna á Seyðisfirði eftir að tvær aurskriður féllu úr Botnum annarsvegar niður í Botnahlíð og á Austurveg. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Þá hafa engar upplýsingar borist um slys á fólki. Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á svæðinu. Tekin hefur verið ákvörðun um að rýma hluta af svæði svæði C á Seyðisfirði. Rýma þarf eða vara íbúa við að hafast ekki við fjallsmegin í húsum á C-svæði undir Botnum frá Dagmálalæk að Búðará. Einnig B- og C-svæði ofan Gamla Austurvegar, og Austurveg 42, Hafnargata 18b til 38a, ofan götunnar. Sleppa má Botnahlíð 9, 11 og 13. Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði. Jafnframt er ástæða til þess að vara umsjónarmenn í SR-Mjöli við skriðuhættu og óskað eftir að starfsfólk og aðrir íbúar séu upplýst um hættu a svæðinu. Skriðuhætta hefur verið á Austurlandi vegna mikilla rigninga undanfarna daga. Jörð er orðin vatnsmettuð eftir rigningu, snjóbráð og hlýinda síðustu daga. Tilkynning frá Landsbjörg Um kl. 14:45 féllu tvö aurflóð á Seyðisfirði – annað lítið en hitt sýnu stærra og náði að byggð. Tjón var óverulegt en einhverjir lausamunir runnu úr görðum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi og kallað út björgunarsveitarfólk til að rýma hluta af áhrifasvæði flóðanna, vakta umferð um svæðið og huga að íbúm. Sú vinna er nú í gangi. Þessi mynd er einnig tekin í Botnahlíð.Davíð Kristinsson Vilborg segir að flæða muni inn í húsið á endanum.Davíð Kristinsson Þessar myndir tók Davíð svo á Austurvegi.Davíð Kristinsson
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýsa yfir óvissustigi almannavarna á Seyðisfirði eftir að tvær aurskriður féllu úr Botnum annarsvegar niður í Botnahlíð og á Austurveg. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Þá hafa engar upplýsingar borist um slys á fólki. Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á svæðinu. Tekin hefur verið ákvörðun um að rýma hluta af svæði svæði C á Seyðisfirði. Rýma þarf eða vara íbúa við að hafast ekki við fjallsmegin í húsum á C-svæði undir Botnum frá Dagmálalæk að Búðará. Einnig B- og C-svæði ofan Gamla Austurvegar, og Austurveg 42, Hafnargata 18b til 38a, ofan götunnar. Sleppa má Botnahlíð 9, 11 og 13. Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði. Jafnframt er ástæða til þess að vara umsjónarmenn í SR-Mjöli við skriðuhættu og óskað eftir að starfsfólk og aðrir íbúar séu upplýst um hættu a svæðinu. Skriðuhætta hefur verið á Austurlandi vegna mikilla rigninga undanfarna daga. Jörð er orðin vatnsmettuð eftir rigningu, snjóbráð og hlýinda síðustu daga. Tilkynning frá Landsbjörg Um kl. 14:45 féllu tvö aurflóð á Seyðisfirði – annað lítið en hitt sýnu stærra og náði að byggð. Tjón var óverulegt en einhverjir lausamunir runnu úr görðum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi og kallað út björgunarsveitarfólk til að rýma hluta af áhrifasvæði flóðanna, vakta umferð um svæðið og huga að íbúm. Sú vinna er nú í gangi.
Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira