Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 18:47 Rögnvaldur segir að bíða þurfi dagsbirtu til að meta tjónið á húsunum sem lentu í aurskriðunni. Davíð Kristinsson Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir enn mikla óvissu um hve mikið tjónið sé í bænum. Þá megi búast við áframhaldandi skriðuföllum. Fjölda húsa þurfti að rýma fyrr í dag og standa þau öll við fimm götur í bænum. Rögnvaldur segir í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki sé ljóst hve mörg hús hafi þurft að rýma. Þá hafi einhverjir leitað til fjöldahjálparstöðvar sem opnuð var en lang flestir hafi farið annað. „Samkvæmt mínum upplýsingum eru ekki margir þar, flestir hafa farið heim til vina eða ættingja og eru þar að bíða frekari frétta,“ segir Rögnvaldur. Veðurspár boða miklar rigningar næstu daga og hlýindi. Rögnvaldur segir því töluverða hættu á fleiri aurskriðum. „Við eigum von á því að það geti komið fleiri skriður, það er búið að rigna töluvert undanfarna daga. Það eru líka hlýindi sem þýðir að leysingar fylgja þessu og það er svipuð veðurspá fram undan þannig að það má búast við því að það geti orðið frekari skriður,“ segir Rögnvaldur. Ekki sé enn ljóst hve mikið eignatjón hafi orðið á Seyðisfirði. Myrkrið geri mönnum erfitt fyrir að meta slíkt. „Það þarf að meta aðstæður í björtu og það er ekki hægt að gefa út fyrr en á morgun og ofanflóðavaktin á Veðurstofunni er að vakta þetta og þar eru sérfræðingar sem eru að meta aðstæður og geta sagt til hvenær óhætt er að aflétta rýmingum,“ segir Rögnvaldur. Engar upplýsingar hafa borist almannavörnum um slys á fólki og gefa fyrstu upplýsingar til kynna að óverulegt tjón hafi orðið á eignum að sögn Rögnvaldar. „Það á eftir að meta það betur. Það verður líklega ekki hægt að gera það fyrr en birtir, þá sjáum við það betur,“ segir Rögnvaldur. Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir enn mikla óvissu um hve mikið tjónið sé í bænum. Þá megi búast við áframhaldandi skriðuföllum. Fjölda húsa þurfti að rýma fyrr í dag og standa þau öll við fimm götur í bænum. Rögnvaldur segir í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki sé ljóst hve mörg hús hafi þurft að rýma. Þá hafi einhverjir leitað til fjöldahjálparstöðvar sem opnuð var en lang flestir hafi farið annað. „Samkvæmt mínum upplýsingum eru ekki margir þar, flestir hafa farið heim til vina eða ættingja og eru þar að bíða frekari frétta,“ segir Rögnvaldur. Veðurspár boða miklar rigningar næstu daga og hlýindi. Rögnvaldur segir því töluverða hættu á fleiri aurskriðum. „Við eigum von á því að það geti komið fleiri skriður, það er búið að rigna töluvert undanfarna daga. Það eru líka hlýindi sem þýðir að leysingar fylgja þessu og það er svipuð veðurspá fram undan þannig að það má búast við því að það geti orðið frekari skriður,“ segir Rögnvaldur. Ekki sé enn ljóst hve mikið eignatjón hafi orðið á Seyðisfirði. Myrkrið geri mönnum erfitt fyrir að meta slíkt. „Það þarf að meta aðstæður í björtu og það er ekki hægt að gefa út fyrr en á morgun og ofanflóðavaktin á Veðurstofunni er að vakta þetta og þar eru sérfræðingar sem eru að meta aðstæður og geta sagt til hvenær óhætt er að aflétta rýmingum,“ segir Rögnvaldur. Engar upplýsingar hafa borist almannavörnum um slys á fólki og gefa fyrstu upplýsingar til kynna að óverulegt tjón hafi orðið á eignum að sögn Rögnvaldar. „Það á eftir að meta það betur. Það verður líklega ekki hægt að gera það fyrr en birtir, þá sjáum við það betur,“ segir Rögnvaldur.
Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira