Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 08:46 Íbúar mega aðeins fá tvo gesti í heimsókn á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Vísir/Vilhelm Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. Ef íbúi fer út þarf hann að fara í sóttkví í 5 daga á heimilinu þar sem hann hyggst dvelja og þarf svo að fara í skimun og fá neikvæða niðurstöðu áður en hann getur fengið heimild til að koma aftur inn á hjúkrunarheimilið. Þetta kemur fram í erindi sem Hrafnista sendi á íbúa og aðstandendur. „Við biðlum til ættingja að leggja eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar,“ segir í upphafi bréfsins. Þar segir að ljóst sé að jólahátíðin verði ekki með hefðubundnu sniði í ár en allt verði gert til að gera hana sem hátíðlegasta og notalegasta fyrir íbúa. „Sóttvarnaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að við „höldum þetta út“ og búum til okkar eigin „jólakúlu/jólavini“, þar sem einstaklingar velji sér þá sem þeim finnst mikilvægast að hafa samskipti við um hátíðarnar. Þetta þurfum við á Hrafnistu einnig að hafa í huga. Því miður verður því ekki hægt að bjóða maka eða öðrum ættingjum að borða með íbúanum á aðfangadagskvöld eða hina jóladagana. Það sama á við um gamlársdag og nýársdag,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að tveir gestir megi heimsækja hvern íbúa aðfangadag, jóladag og annan í jólum; sömu tveir gestir þessa þrjá daga. Þá megi börn undir 18 ára koma í heimsókn en þá teljist þeir annar af þessum tveimur gestum. Allir þurfi að bera andlitsgrímu en taugrímur séu óheimilar. Heimilt sé að fara með íbúa út í göngutúr en ekki í bíltúr eða heimsóknir annað. Tengd skjöl Bref_til_adstandendaPDF234KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ef íbúi fer út þarf hann að fara í sóttkví í 5 daga á heimilinu þar sem hann hyggst dvelja og þarf svo að fara í skimun og fá neikvæða niðurstöðu áður en hann getur fengið heimild til að koma aftur inn á hjúkrunarheimilið. Þetta kemur fram í erindi sem Hrafnista sendi á íbúa og aðstandendur. „Við biðlum til ættingja að leggja eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar,“ segir í upphafi bréfsins. Þar segir að ljóst sé að jólahátíðin verði ekki með hefðubundnu sniði í ár en allt verði gert til að gera hana sem hátíðlegasta og notalegasta fyrir íbúa. „Sóttvarnaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að við „höldum þetta út“ og búum til okkar eigin „jólakúlu/jólavini“, þar sem einstaklingar velji sér þá sem þeim finnst mikilvægast að hafa samskipti við um hátíðarnar. Þetta þurfum við á Hrafnistu einnig að hafa í huga. Því miður verður því ekki hægt að bjóða maka eða öðrum ættingjum að borða með íbúanum á aðfangadagskvöld eða hina jóladagana. Það sama á við um gamlársdag og nýársdag,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að tveir gestir megi heimsækja hvern íbúa aðfangadag, jóladag og annan í jólum; sömu tveir gestir þessa þrjá daga. Þá megi börn undir 18 ára koma í heimsókn en þá teljist þeir annar af þessum tveimur gestum. Allir þurfi að bera andlitsgrímu en taugrímur séu óheimilar. Heimilt sé að fara með íbúa út í göngutúr en ekki í bíltúr eða heimsóknir annað. Tengd skjöl Bref_til_adstandendaPDF234KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira