Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2020 09:31 Ásgeir Jónsson, hér með grímu, er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. Þar fer fram kynning sem verður í höndum Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns fjármálastöðugleikanefndar, og Gunnars Jakobssonar, varaseðlabankastjóra og staðgengils formanns nefndarinnar. Horfa má á útsendinguna hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að slakara taumhald peningastefnunnar hafi stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun sveiflu-jöfnunaraukans og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafi auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhalda útlánagetu. Að mati nefndarinnar hafi sveiflutengd kerfisáhætta ekki aukist að neinu marki síðustu misseri. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar í heild sinni Slakara taumhald peningastefnunnar hefur stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun sveiflu-jöfnunaraukans og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafa auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhalda útlánagetu. Að mati nefndarinnar hefur sveiflutengd kerfisáhætta ekki aukist að neinu marki síðustu misseri. Eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja er sterk. Vaxtaálag á skuldabréfaútgáfur þeirra hefur lækkað. Bankarnir hafa því greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum sem þeir hafa nýtt til endurfjármögnunar. Þeir búa þannig yfir miklum viðnámsþrótti til að takast á við neikvæðar afleiðingar farsóttarinnar. Lágvaxtaumhverfi skapar nýjar áskoranir á fjármálamarkaði. Sérstaklega á þetta við um lífeyrissjóði sem eru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og kerfislega mikilvægir. Mikilvægt er því að við stefnumótun lífeyrissjóðakerfisins sem nú stendur fyrir dyrum verði tekið mið af áhrifum þeirra á fjármálastöðugleika. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að nýtt millibankakerfi Seðlabankans og verðbréfauppgjörskerfi Nasdaq CSD SE teljist til kerfislega mikilvægra innviða. Nefndin skal ársfjórðungslega ákveða gildi á sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og hefur ákveðið að halda aukanum óbreyttum. Fjármálastöðugleikanefnd mun beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi. Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þar fer fram kynning sem verður í höndum Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns fjármálastöðugleikanefndar, og Gunnars Jakobssonar, varaseðlabankastjóra og staðgengils formanns nefndarinnar. Horfa má á útsendinguna hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að slakara taumhald peningastefnunnar hafi stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun sveiflu-jöfnunaraukans og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafi auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhalda útlánagetu. Að mati nefndarinnar hafi sveiflutengd kerfisáhætta ekki aukist að neinu marki síðustu misseri. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar í heild sinni Slakara taumhald peningastefnunnar hefur stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun sveiflu-jöfnunaraukans og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafa auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhalda útlánagetu. Að mati nefndarinnar hefur sveiflutengd kerfisáhætta ekki aukist að neinu marki síðustu misseri. Eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja er sterk. Vaxtaálag á skuldabréfaútgáfur þeirra hefur lækkað. Bankarnir hafa því greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum sem þeir hafa nýtt til endurfjármögnunar. Þeir búa þannig yfir miklum viðnámsþrótti til að takast á við neikvæðar afleiðingar farsóttarinnar. Lágvaxtaumhverfi skapar nýjar áskoranir á fjármálamarkaði. Sérstaklega á þetta við um lífeyrissjóði sem eru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og kerfislega mikilvægir. Mikilvægt er því að við stefnumótun lífeyrissjóðakerfisins sem nú stendur fyrir dyrum verði tekið mið af áhrifum þeirra á fjármálastöðugleika. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að nýtt millibankakerfi Seðlabankans og verðbréfauppgjörskerfi Nasdaq CSD SE teljist til kerfislega mikilvægra innviða. Nefndin skal ársfjórðungslega ákveða gildi á sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og hefur ákveðið að halda aukanum óbreyttum. Fjármálastöðugleikanefnd mun beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi.
Slakara taumhald peningastefnunnar hefur stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun sveiflu-jöfnunaraukans og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafa auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhalda útlánagetu. Að mati nefndarinnar hefur sveiflutengd kerfisáhætta ekki aukist að neinu marki síðustu misseri. Eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja er sterk. Vaxtaálag á skuldabréfaútgáfur þeirra hefur lækkað. Bankarnir hafa því greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum sem þeir hafa nýtt til endurfjármögnunar. Þeir búa þannig yfir miklum viðnámsþrótti til að takast á við neikvæðar afleiðingar farsóttarinnar. Lágvaxtaumhverfi skapar nýjar áskoranir á fjármálamarkaði. Sérstaklega á þetta við um lífeyrissjóði sem eru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og kerfislega mikilvægir. Mikilvægt er því að við stefnumótun lífeyrissjóðakerfisins sem nú stendur fyrir dyrum verði tekið mið af áhrifum þeirra á fjármálastöðugleika. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að nýtt millibankakerfi Seðlabankans og verðbréfauppgjörskerfi Nasdaq CSD SE teljist til kerfislega mikilvægra innviða. Nefndin skal ársfjórðungslega ákveða gildi á sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og hefur ákveðið að halda aukanum óbreyttum. Fjármálastöðugleikanefnd mun beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi.
Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira