Hamrén og Jón Þór kusu fyrir Ísland en Lagerbäck fékk ekki að kjósa fyrir Noreg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2020 09:05 Lars Lagerbäck tók ekki þátt í kosningunni í gær. Getty/Liam McBurney Norðmenn ráku Lars Lagerbäck á dögunum og leyfðu honum ekki einu sinni að kjósa besta leikmann og þjálfara heims. Erik Hamrén, Aron Einar Gunnarsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Jón Þór Hauksson og Víðir Sigurðsson kusu fyrir hönd Íslands þegar FIFA verðlaunaði besta leikmann og besta þjálfara ársins í gær. Landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kusu fyrir hönd sinna þjóða eins og venjan er hjá þessum verðlaunum. Í viðbót fékk einn íþróttafréttamaður frá hverju landi að kjósa. Það var hins vegar ekki nóg fyrir fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins að stýra landsliði í ellefu af tólf mánuðum ársins. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í öllum leikjum ársins en missti starfið á dögunum þegar Norðmenn ráku hann og réðu í staðinn Ståle Solbakken. Athygli vakti að Lars fékk ekki að kjósa hjá FIFA heldur var það Ståle Solbakken sem kaus sem þjálfari norska landsliðsins. Það fylgir ekki sögunni hvort Lagerbäck hafi afþakkað boðið eða hvort að þetta sé ákvörðun norska sambandsins. Solbakken valdi Robert Lewandowski og í næstu sætum komu síðan þeir Lionel Messi og Sergio Ramos. Íslensku landsliðsþjálfararnir eru báðir hættir en þeir fengu samt báðir að kjósa. Það réði því kannski að Guðni Bergsson er ekki búinn að ráða þjálfara í stað þeirra Erik Hamrén og Jón Þórs Haukssonar. Erik Hamrén valdi Robert Lewandowski besta leikmanninn og í næstu sætum voru síðan Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk. Aron Einar Gunnarsson kaus sem fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann valdi Lewandowski líka besta leikmanninn en hjá honum komst De Bruyne ekki á lista. Í næstu sætum voru Liverpool leikmennirnir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir kusu bæði hina dönsku Pernille Harder sem besta leikmanninn. Í næstu sætum hjá Jóni Þóru voru þær Wendie Renard og Caroline Graham Hansen. Sara Börk var með Lucy Bronze og Wendie Renard í sætum tvö og þrjú. Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu kaus fyrir hönd íslenskra fjölmiðlamanna. Í karlaflokki valdi hann Robert Lewandowski bestan en þeir Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk voru einnig á lista. Víðir kaus því eins og Erik Hamrén. Víðir valdi síðan Wendie Renard besta hjá konunum og þar voru síðan þær Dzsenifer Marozsán og Pernille Harder í næstu sætum. Lucy Bronze, sem var valin best, komst ekki á lista hjá Víðir alveg eins og hjá Jóni Þór Haukssyni. Það má sjá hvaða leikmenn allir kusu með því að smella hér (karla) eða hér (kvenna). Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31 Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00 Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Erik Hamrén, Aron Einar Gunnarsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Jón Þór Hauksson og Víðir Sigurðsson kusu fyrir hönd Íslands þegar FIFA verðlaunaði besta leikmann og besta þjálfara ársins í gær. Landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kusu fyrir hönd sinna þjóða eins og venjan er hjá þessum verðlaunum. Í viðbót fékk einn íþróttafréttamaður frá hverju landi að kjósa. Það var hins vegar ekki nóg fyrir fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins að stýra landsliði í ellefu af tólf mánuðum ársins. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í öllum leikjum ársins en missti starfið á dögunum þegar Norðmenn ráku hann og réðu í staðinn Ståle Solbakken. Athygli vakti að Lars fékk ekki að kjósa hjá FIFA heldur var það Ståle Solbakken sem kaus sem þjálfari norska landsliðsins. Það fylgir ekki sögunni hvort Lagerbäck hafi afþakkað boðið eða hvort að þetta sé ákvörðun norska sambandsins. Solbakken valdi Robert Lewandowski og í næstu sætum komu síðan þeir Lionel Messi og Sergio Ramos. Íslensku landsliðsþjálfararnir eru báðir hættir en þeir fengu samt báðir að kjósa. Það réði því kannski að Guðni Bergsson er ekki búinn að ráða þjálfara í stað þeirra Erik Hamrén og Jón Þórs Haukssonar. Erik Hamrén valdi Robert Lewandowski besta leikmanninn og í næstu sætum voru síðan Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk. Aron Einar Gunnarsson kaus sem fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann valdi Lewandowski líka besta leikmanninn en hjá honum komst De Bruyne ekki á lista. Í næstu sætum voru Liverpool leikmennirnir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir kusu bæði hina dönsku Pernille Harder sem besta leikmanninn. Í næstu sætum hjá Jóni Þóru voru þær Wendie Renard og Caroline Graham Hansen. Sara Börk var með Lucy Bronze og Wendie Renard í sætum tvö og þrjú. Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu kaus fyrir hönd íslenskra fjölmiðlamanna. Í karlaflokki valdi hann Robert Lewandowski bestan en þeir Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk voru einnig á lista. Víðir kaus því eins og Erik Hamrén. Víðir valdi síðan Wendie Renard besta hjá konunum og þar voru síðan þær Dzsenifer Marozsán og Pernille Harder í næstu sætum. Lucy Bronze, sem var valin best, komst ekki á lista hjá Víðir alveg eins og hjá Jóni Þór Haukssyni. Það má sjá hvaða leikmenn allir kusu með því að smella hér (karla) eða hér (kvenna).
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31 Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00 Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31
Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00
Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40