Hamrén og Jón Þór kusu fyrir Ísland en Lagerbäck fékk ekki að kjósa fyrir Noreg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2020 09:05 Lars Lagerbäck tók ekki þátt í kosningunni í gær. Getty/Liam McBurney Norðmenn ráku Lars Lagerbäck á dögunum og leyfðu honum ekki einu sinni að kjósa besta leikmann og þjálfara heims. Erik Hamrén, Aron Einar Gunnarsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Jón Þór Hauksson og Víðir Sigurðsson kusu fyrir hönd Íslands þegar FIFA verðlaunaði besta leikmann og besta þjálfara ársins í gær. Landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kusu fyrir hönd sinna þjóða eins og venjan er hjá þessum verðlaunum. Í viðbót fékk einn íþróttafréttamaður frá hverju landi að kjósa. Það var hins vegar ekki nóg fyrir fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins að stýra landsliði í ellefu af tólf mánuðum ársins. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í öllum leikjum ársins en missti starfið á dögunum þegar Norðmenn ráku hann og réðu í staðinn Ståle Solbakken. Athygli vakti að Lars fékk ekki að kjósa hjá FIFA heldur var það Ståle Solbakken sem kaus sem þjálfari norska landsliðsins. Það fylgir ekki sögunni hvort Lagerbäck hafi afþakkað boðið eða hvort að þetta sé ákvörðun norska sambandsins. Solbakken valdi Robert Lewandowski og í næstu sætum komu síðan þeir Lionel Messi og Sergio Ramos. Íslensku landsliðsþjálfararnir eru báðir hættir en þeir fengu samt báðir að kjósa. Það réði því kannski að Guðni Bergsson er ekki búinn að ráða þjálfara í stað þeirra Erik Hamrén og Jón Þórs Haukssonar. Erik Hamrén valdi Robert Lewandowski besta leikmanninn og í næstu sætum voru síðan Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk. Aron Einar Gunnarsson kaus sem fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann valdi Lewandowski líka besta leikmanninn en hjá honum komst De Bruyne ekki á lista. Í næstu sætum voru Liverpool leikmennirnir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir kusu bæði hina dönsku Pernille Harder sem besta leikmanninn. Í næstu sætum hjá Jóni Þóru voru þær Wendie Renard og Caroline Graham Hansen. Sara Börk var með Lucy Bronze og Wendie Renard í sætum tvö og þrjú. Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu kaus fyrir hönd íslenskra fjölmiðlamanna. Í karlaflokki valdi hann Robert Lewandowski bestan en þeir Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk voru einnig á lista. Víðir kaus því eins og Erik Hamrén. Víðir valdi síðan Wendie Renard besta hjá konunum og þar voru síðan þær Dzsenifer Marozsán og Pernille Harder í næstu sætum. Lucy Bronze, sem var valin best, komst ekki á lista hjá Víðir alveg eins og hjá Jóni Þór Haukssyni. Það má sjá hvaða leikmenn allir kusu með því að smella hér (karla) eða hér (kvenna). Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31 Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00 Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
Erik Hamrén, Aron Einar Gunnarsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Jón Þór Hauksson og Víðir Sigurðsson kusu fyrir hönd Íslands þegar FIFA verðlaunaði besta leikmann og besta þjálfara ársins í gær. Landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kusu fyrir hönd sinna þjóða eins og venjan er hjá þessum verðlaunum. Í viðbót fékk einn íþróttafréttamaður frá hverju landi að kjósa. Það var hins vegar ekki nóg fyrir fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins að stýra landsliði í ellefu af tólf mánuðum ársins. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í öllum leikjum ársins en missti starfið á dögunum þegar Norðmenn ráku hann og réðu í staðinn Ståle Solbakken. Athygli vakti að Lars fékk ekki að kjósa hjá FIFA heldur var það Ståle Solbakken sem kaus sem þjálfari norska landsliðsins. Það fylgir ekki sögunni hvort Lagerbäck hafi afþakkað boðið eða hvort að þetta sé ákvörðun norska sambandsins. Solbakken valdi Robert Lewandowski og í næstu sætum komu síðan þeir Lionel Messi og Sergio Ramos. Íslensku landsliðsþjálfararnir eru báðir hættir en þeir fengu samt báðir að kjósa. Það réði því kannski að Guðni Bergsson er ekki búinn að ráða þjálfara í stað þeirra Erik Hamrén og Jón Þórs Haukssonar. Erik Hamrén valdi Robert Lewandowski besta leikmanninn og í næstu sætum voru síðan Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk. Aron Einar Gunnarsson kaus sem fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann valdi Lewandowski líka besta leikmanninn en hjá honum komst De Bruyne ekki á lista. Í næstu sætum voru Liverpool leikmennirnir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir kusu bæði hina dönsku Pernille Harder sem besta leikmanninn. Í næstu sætum hjá Jóni Þóru voru þær Wendie Renard og Caroline Graham Hansen. Sara Börk var með Lucy Bronze og Wendie Renard í sætum tvö og þrjú. Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu kaus fyrir hönd íslenskra fjölmiðlamanna. Í karlaflokki valdi hann Robert Lewandowski bestan en þeir Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk voru einnig á lista. Víðir kaus því eins og Erik Hamrén. Víðir valdi síðan Wendie Renard besta hjá konunum og þar voru síðan þær Dzsenifer Marozsán og Pernille Harder í næstu sætum. Lucy Bronze, sem var valin best, komst ekki á lista hjá Víðir alveg eins og hjá Jóni Þór Haukssyni. Það má sjá hvaða leikmenn allir kusu með því að smella hér (karla) eða hér (kvenna).
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31 Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00 Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31
Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00
Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40