Hamrén og Jón Þór kusu fyrir Ísland en Lagerbäck fékk ekki að kjósa fyrir Noreg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2020 09:05 Lars Lagerbäck tók ekki þátt í kosningunni í gær. Getty/Liam McBurney Norðmenn ráku Lars Lagerbäck á dögunum og leyfðu honum ekki einu sinni að kjósa besta leikmann og þjálfara heims. Erik Hamrén, Aron Einar Gunnarsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Jón Þór Hauksson og Víðir Sigurðsson kusu fyrir hönd Íslands þegar FIFA verðlaunaði besta leikmann og besta þjálfara ársins í gær. Landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kusu fyrir hönd sinna þjóða eins og venjan er hjá þessum verðlaunum. Í viðbót fékk einn íþróttafréttamaður frá hverju landi að kjósa. Það var hins vegar ekki nóg fyrir fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins að stýra landsliði í ellefu af tólf mánuðum ársins. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í öllum leikjum ársins en missti starfið á dögunum þegar Norðmenn ráku hann og réðu í staðinn Ståle Solbakken. Athygli vakti að Lars fékk ekki að kjósa hjá FIFA heldur var það Ståle Solbakken sem kaus sem þjálfari norska landsliðsins. Það fylgir ekki sögunni hvort Lagerbäck hafi afþakkað boðið eða hvort að þetta sé ákvörðun norska sambandsins. Solbakken valdi Robert Lewandowski og í næstu sætum komu síðan þeir Lionel Messi og Sergio Ramos. Íslensku landsliðsþjálfararnir eru báðir hættir en þeir fengu samt báðir að kjósa. Það réði því kannski að Guðni Bergsson er ekki búinn að ráða þjálfara í stað þeirra Erik Hamrén og Jón Þórs Haukssonar. Erik Hamrén valdi Robert Lewandowski besta leikmanninn og í næstu sætum voru síðan Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk. Aron Einar Gunnarsson kaus sem fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann valdi Lewandowski líka besta leikmanninn en hjá honum komst De Bruyne ekki á lista. Í næstu sætum voru Liverpool leikmennirnir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir kusu bæði hina dönsku Pernille Harder sem besta leikmanninn. Í næstu sætum hjá Jóni Þóru voru þær Wendie Renard og Caroline Graham Hansen. Sara Börk var með Lucy Bronze og Wendie Renard í sætum tvö og þrjú. Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu kaus fyrir hönd íslenskra fjölmiðlamanna. Í karlaflokki valdi hann Robert Lewandowski bestan en þeir Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk voru einnig á lista. Víðir kaus því eins og Erik Hamrén. Víðir valdi síðan Wendie Renard besta hjá konunum og þar voru síðan þær Dzsenifer Marozsán og Pernille Harder í næstu sætum. Lucy Bronze, sem var valin best, komst ekki á lista hjá Víðir alveg eins og hjá Jóni Þór Haukssyni. Það má sjá hvaða leikmenn allir kusu með því að smella hér (karla) eða hér (kvenna). Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31 Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00 Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Erik Hamrén, Aron Einar Gunnarsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Jón Þór Hauksson og Víðir Sigurðsson kusu fyrir hönd Íslands þegar FIFA verðlaunaði besta leikmann og besta þjálfara ársins í gær. Landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kusu fyrir hönd sinna þjóða eins og venjan er hjá þessum verðlaunum. Í viðbót fékk einn íþróttafréttamaður frá hverju landi að kjósa. Það var hins vegar ekki nóg fyrir fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins að stýra landsliði í ellefu af tólf mánuðum ársins. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í öllum leikjum ársins en missti starfið á dögunum þegar Norðmenn ráku hann og réðu í staðinn Ståle Solbakken. Athygli vakti að Lars fékk ekki að kjósa hjá FIFA heldur var það Ståle Solbakken sem kaus sem þjálfari norska landsliðsins. Það fylgir ekki sögunni hvort Lagerbäck hafi afþakkað boðið eða hvort að þetta sé ákvörðun norska sambandsins. Solbakken valdi Robert Lewandowski og í næstu sætum komu síðan þeir Lionel Messi og Sergio Ramos. Íslensku landsliðsþjálfararnir eru báðir hættir en þeir fengu samt báðir að kjósa. Það réði því kannski að Guðni Bergsson er ekki búinn að ráða þjálfara í stað þeirra Erik Hamrén og Jón Þórs Haukssonar. Erik Hamrén valdi Robert Lewandowski besta leikmanninn og í næstu sætum voru síðan Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk. Aron Einar Gunnarsson kaus sem fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann valdi Lewandowski líka besta leikmanninn en hjá honum komst De Bruyne ekki á lista. Í næstu sætum voru Liverpool leikmennirnir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir kusu bæði hina dönsku Pernille Harder sem besta leikmanninn. Í næstu sætum hjá Jóni Þóru voru þær Wendie Renard og Caroline Graham Hansen. Sara Börk var með Lucy Bronze og Wendie Renard í sætum tvö og þrjú. Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu kaus fyrir hönd íslenskra fjölmiðlamanna. Í karlaflokki valdi hann Robert Lewandowski bestan en þeir Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk voru einnig á lista. Víðir kaus því eins og Erik Hamrén. Víðir valdi síðan Wendie Renard besta hjá konunum og þar voru síðan þær Dzsenifer Marozsán og Pernille Harder í næstu sætum. Lucy Bronze, sem var valin best, komst ekki á lista hjá Víðir alveg eins og hjá Jóni Þór Haukssyni. Það má sjá hvaða leikmenn allir kusu með því að smella hér (karla) eða hér (kvenna).
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31 Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00 Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31
Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00
Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40