Áhyggjuefni að fólkið viti ekki hvar eða hvernig það smitaðist Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2020 12:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að hluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í gær hafi engin tengsl við aðra smitaða. Þetta sé vísbending um útbreiðslu veirunnar. Hann áréttar að nú sé mikill áhættutími genginn í garð. Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af átta í sóttkví. Fjórir sem greindust voru þannig ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að tölurnar séu heldur hærri en undanfarna daga. „Vel að merkja voru tekin fleiri sýni í gær en oft áður. En það sem kannski vekur áhyggjur er að það eru fjórir utan sóttkvíar og svo veit ég að fólk hefur verið að smitast sem hefur ekki tengsl við neinn og við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Sem segir okkur að veiran sé þarna úti,“ segir Þórólfur. „Og það vekur áhyggjur um það, í svona óróleika eins og er í samfélaginu núna þar sem margir eru á faraldsfæti, að fara um allt, fara í búðir og litlar veislur, að þetta geti blossað upp. Og það er það sem ég hef áhyggjur af núna.“ Verður fróðlegt að fylgjast með helginni Talsvert var fjallað um hópamyndanir síðustu helgi. Lögreglu bárust tugir tilkynninga um samkvæmi og þá vöktu fjölmennir útitónleikar á Laugavegi athygli. Þórólfur veit ekki til þess að neinn hafi greinst í tengslum við helgina – að minnsta kosti ekki enn. Einhverjir hafi greinst í tengslum við fyrri hópsýkingar á vinnustöðum og í skólum. „En svo eru líka að koma inn einstaklingar sem vita ekkert hvar þeir hafa smitast og hafa ekki verið endilega í þessum hópamyndunum niðri í bæ. Það er ekki komið fram enn þá en verður fróðlegt að sjá hvað gerist núna um helgina hvað það varðar. En þetta er áhættutími sem er í gangi núna og það er akkúrat þess vegna sem við erum með þessar hörðu aðgerðir í gangi núna,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort búast megi við því að tölur yfir nýsmitaða hækki næstu daga kveðst Þórólfur ekki vilja spá því. „En maður hefur ákveðnar áhyggjur af því að það gæti gerst, já.“ Líður vel í sóttkví Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er nú að skipuleggja sýnatökuna yfir jóladagana sem nú fara í hönd. „Hvort það verður hluta úr degi eða hvort verður lokað til dæmis á jóladag, það á eftir að koma í ljós og ég geri ráð fyrir að þau muni auglýsa það,“ segir Þórólfur. Greint var frá því í gær að Þórólfur væri kominn í sóttkví eftir að smit kom upp hjá sóttvarnasviði landlæknisembættisins. Þórólfur fór í sýnatöku í gær og reyndist neikvæður fyrir veirunni. „Ég hef það fínt, mér líður vel. Náttúrulega leiðinlegt að vera í sóttkví en þetta hafa mörg þúsund Íslendingar þurft að ganga í gegnum þannig að mér er svosem engin vorkunn. Ég sit bara á skrifstofunni og vinn bara, það er verst að geta ekki komist heim til sín og verið með fjölskyldunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf greindust innanlands Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 18. desember 2020 10:50 Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. 17. desember 2020 18:12 Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af átta í sóttkví. Fjórir sem greindust voru þannig ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að tölurnar séu heldur hærri en undanfarna daga. „Vel að merkja voru tekin fleiri sýni í gær en oft áður. En það sem kannski vekur áhyggjur er að það eru fjórir utan sóttkvíar og svo veit ég að fólk hefur verið að smitast sem hefur ekki tengsl við neinn og við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Sem segir okkur að veiran sé þarna úti,“ segir Þórólfur. „Og það vekur áhyggjur um það, í svona óróleika eins og er í samfélaginu núna þar sem margir eru á faraldsfæti, að fara um allt, fara í búðir og litlar veislur, að þetta geti blossað upp. Og það er það sem ég hef áhyggjur af núna.“ Verður fróðlegt að fylgjast með helginni Talsvert var fjallað um hópamyndanir síðustu helgi. Lögreglu bárust tugir tilkynninga um samkvæmi og þá vöktu fjölmennir útitónleikar á Laugavegi athygli. Þórólfur veit ekki til þess að neinn hafi greinst í tengslum við helgina – að minnsta kosti ekki enn. Einhverjir hafi greinst í tengslum við fyrri hópsýkingar á vinnustöðum og í skólum. „En svo eru líka að koma inn einstaklingar sem vita ekkert hvar þeir hafa smitast og hafa ekki verið endilega í þessum hópamyndunum niðri í bæ. Það er ekki komið fram enn þá en verður fróðlegt að sjá hvað gerist núna um helgina hvað það varðar. En þetta er áhættutími sem er í gangi núna og það er akkúrat þess vegna sem við erum með þessar hörðu aðgerðir í gangi núna,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort búast megi við því að tölur yfir nýsmitaða hækki næstu daga kveðst Þórólfur ekki vilja spá því. „En maður hefur ákveðnar áhyggjur af því að það gæti gerst, já.“ Líður vel í sóttkví Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er nú að skipuleggja sýnatökuna yfir jóladagana sem nú fara í hönd. „Hvort það verður hluta úr degi eða hvort verður lokað til dæmis á jóladag, það á eftir að koma í ljós og ég geri ráð fyrir að þau muni auglýsa það,“ segir Þórólfur. Greint var frá því í gær að Þórólfur væri kominn í sóttkví eftir að smit kom upp hjá sóttvarnasviði landlæknisembættisins. Þórólfur fór í sýnatöku í gær og reyndist neikvæður fyrir veirunni. „Ég hef það fínt, mér líður vel. Náttúrulega leiðinlegt að vera í sóttkví en þetta hafa mörg þúsund Íslendingar þurft að ganga í gegnum þannig að mér er svosem engin vorkunn. Ég sit bara á skrifstofunni og vinn bara, það er verst að geta ekki komist heim til sín og verið með fjölskyldunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf greindust innanlands Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 18. desember 2020 10:50 Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. 17. desember 2020 18:12 Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Tólf greindust innanlands Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 18. desember 2020 10:50
Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. 17. desember 2020 18:12
Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41