Enski boltinn

Mikill meiri­hluti leik­manna vill halda á­fram að krjúpa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar krjúpa fyrir hvern leik til að sýna stuðning í verki.
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar krjúpa fyrir hvern leik til að sýna stuðning í verki. EPA-EFE/Paul Childs

Leikmannasamtök knattspyrnumanna á Englandi hafa staðfest að stór meirihluti leikmanna deildarinnar vilji halda áfram að krjúpa fyrir leiki. Er þetta gert til að sýna stuðning í verki og sporna gegn kynþáttaníði.

Umræða átti sér stað eftir að stuðningsmenn Millwall, félags Jóns Daða Böðvarssonar í ensku B-deildinni, bauluðu á leikmenn er þeir krupu fyrir leik liðsins gegn Derby County. Þá var einnig baulað á leikjum Colchester United og Cambridge United.

Í ljós kom að stór meirihluti vill halda áfram að krjúpa fyrir leiki.

Þeir telja það mikilvægt til að minna á að baráttan gegn kynþáttaníði sé hvergi nærri lokið og skiptir litlu þó þeir fáu stuðningsmenn sem séu á leikjunum bauli.

„Niðurstöðurnar voru skýrar,“ segir í tilkynningu frá leikmannasamtökunum. 

Rætt var við leikmenn í úrvalsdeildum karla og kvenna sem of EFL en það eru samtök neðri deilda á Englandi. Það er ensku Championship-deildinni [B], League 1 [C], League 2 [D] og National League [E-deild].

„Leikmenn eru aðeins að sporna við kynþáttaníði og ekki að styðja nein pólitísk sjónarmið. Þetta er friðsamleg leið til að benda á langvarandi kerfisbundin vandamál“ segir einnig í tilkynningu leikmannasamtakanna.

Þá er enska knattspyrnusambandið með mál Millwall, Colchaster og Cambridge til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Svaraði gagnrýninni fullum hálsi

Magdalena Eriksson, leikmaður sænska landsliðsins og Chelsea, svaraði gagnrýninni sem sænska landsliðið fékk á Twitter-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×