Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is.
Sex greindust með virkt smit á landamærunum í gær og fimm með mótefni. Sjö bíða niðurstöðu mótefnamælingar.
404 eru nú í sóttkví samanborið við 358 í gær og fer þeim því fjölgandi á milli daga.
Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 28,9, og hækkar frá því í gær, en þá var það 26,5.
Alls hafa 5.642 greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar. Þá hafa 28 dauðsföll verið rakin til Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins.