Þórir kominn fram úr hinni sigursælu Marit Breivik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 12:01 Það var mjög skemmtilegur svipur á Þóri Hergeirssyni þegar Camilla Herrem og Stine Bredal Oftedal lyftu bikarnum í mótslok. EPA-EFE/HENNING BAGGER Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson skilaði í gær sjöundu gullverðlaunum í hús hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta eftir sigur norsku stelpnanna í úrslitaleik á móti Frakklandi. Norska liðið vann alla átta leiki sína á Evrópumótinu og þótt að liðið hafi ekki burstað tvo síðustu leikina eins og þá sex fyrstu þá var frammistaða liðsins afar sannfærandi. Með því að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari norska liðsins þá bætti Þórir met Marit Breivik sem vann á sínum tíma sex gull sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. GULL Håndballjentene tar sin 8 gullmedalje i EM etter 22-20 seier over Frankrike i dag. Gratulerer så mye! Foto: Bildbyrån pic.twitter.com/fwho4Eg3Ah— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 20, 2020 Það var ekki auðvelt fyrir Þórir Hergeirsson að taka við af Marit Breivik árið 2009 eftir ótrúlega sigurgöngu liðsins undir hennar stjórn og um leið og norska liðið gekk í gegnum kynslóðaskipti. Brevik hafði skilað þrettán verðlaunapeningum í hús á fimmtán árum sínum í starfi. Þórir hefur hins vegar haldið norska liðinu við toppinn á þessum rúma áratug og vann í gær sín elleftu verðlaun á stórmóti sem aðalþjálfari liðsins. Hann og Marit Breivik hafa nú bæði unnið fjögur Evrópumót og eina Ólympíuleika en Þórir hefur gert betur með því að vinna tvö heimsmeistaramót. Hør Marit Breivik og Tonje Sagstuen mimre i ny podkast fra Norsk Tipping. 20 år siden tidenes VM-finale, Tonje og Marits tid med landslaget og tanker rundt det kommende mesterskapet i https://t.co/jXyZ1hxIvw pic.twitter.com/l0ixcQBfv2— Norsk Tipping AS (@NorskTippingAS) November 27, 2019 Það fylgir líka sögunni að Marit Breivik vann fern gullverðlaun með góðri hjálp frá Þóri sem var aðstoðarþjálfari hennar frá 2001 til 2008. Þórir hjálpaði Breivik alls við að vinna sjö af þessum þrettán verðlaunum og er Þórir því búinn að vinna alls átján verðlaun á stórmótum sem annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska liðsins. Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Norska liðið vann alla átta leiki sína á Evrópumótinu og þótt að liðið hafi ekki burstað tvo síðustu leikina eins og þá sex fyrstu þá var frammistaða liðsins afar sannfærandi. Með því að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari norska liðsins þá bætti Þórir met Marit Breivik sem vann á sínum tíma sex gull sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. GULL Håndballjentene tar sin 8 gullmedalje i EM etter 22-20 seier over Frankrike i dag. Gratulerer så mye! Foto: Bildbyrån pic.twitter.com/fwho4Eg3Ah— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 20, 2020 Það var ekki auðvelt fyrir Þórir Hergeirsson að taka við af Marit Breivik árið 2009 eftir ótrúlega sigurgöngu liðsins undir hennar stjórn og um leið og norska liðið gekk í gegnum kynslóðaskipti. Brevik hafði skilað þrettán verðlaunapeningum í hús á fimmtán árum sínum í starfi. Þórir hefur hins vegar haldið norska liðinu við toppinn á þessum rúma áratug og vann í gær sín elleftu verðlaun á stórmóti sem aðalþjálfari liðsins. Hann og Marit Breivik hafa nú bæði unnið fjögur Evrópumót og eina Ólympíuleika en Þórir hefur gert betur með því að vinna tvö heimsmeistaramót. Hør Marit Breivik og Tonje Sagstuen mimre i ny podkast fra Norsk Tipping. 20 år siden tidenes VM-finale, Tonje og Marits tid med landslaget og tanker rundt det kommende mesterskapet i https://t.co/jXyZ1hxIvw pic.twitter.com/l0ixcQBfv2— Norsk Tipping AS (@NorskTippingAS) November 27, 2019 Það fylgir líka sögunni að Marit Breivik vann fern gullverðlaun með góðri hjálp frá Þóri sem var aðstoðarþjálfari hennar frá 2001 til 2008. Þórir hjálpaði Breivik alls við að vinna sjö af þessum þrettán verðlaunum og er Þórir því búinn að vinna alls átján verðlaun á stórmótum sem annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska liðsins. Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun
Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira