Erlent

Danska þingið sam­þykkir bann við minka­rækt út næsta ár

Atli Ísleifsson skrifar
Alls voru um 1.150 minkabú í Danmörku áður en málið kom upp.
Alls voru um 1.150 minkabú í Danmörku áður en málið kom upp. EPA

Meirihluti danska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem felur í sér bann við alla minkarækt í landinu út næsta ár.

„Dönsku minkaræktendurnir hafa fórnað lífsverki sínu í þágu almennings,“ segir landbúnaðarráðherrann Rasmus Prehn. Hann segir dönsku þjóðina þeim þáttlát. 

„Það er ánægjulegt að búið sé að samþykkja L77 [frumvarpið] til að við getum nú skýrt hvernig skuli veita [minkabændum] bónusa og bætur,“ segir Prehn.

Ákveðið var að lóga öllum minkum í Danmörku, um 15 milljónum, eftir að afbrigði kórónuveirunnar fannst meðal dýranna og sem hafði borist í mannfólk.

Minkamálið vakti allt mikla athygli í Danmörku og víðar og leiddi meðal annars til afsagnar forvera Prehn í starfi.

Loðdýrarækt hefur verið umfangsmikil í Danmörku og hefur verið landið verið í fjórða sæti á lista ríkja yfir mestu útflutningsríki heims þegar kemur að minkaskinni. Alls voru um 1.150 minkabú í Danmörku áður en málið kom upp.


Tengdar fréttir

Munu grafa upp milljónir minka­hræja vegna mengunar­hættu

Milljónir minkahræja verða grafin upp í Danmörku á næsta ári til að koma í veg fyrir mengun. Danska ríkisstjórnin greindi frá þessu í gær en vinna hefst í maí á næsta ári þegar hætta á kórónuveirusmiti vegna minkanna er talin liðin hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×