Sex flokkar sem nú eru í stjórnarandstöðu, þeirra á meðal íhaldsflokkurinn Jobbik og jafnaðarmannaflokkurinn Demokratikus Koalicio, hafa ákveðið að mynda með sér kosningabandalag. Í komandi þingkosningunum munu flokkarnir sameinast um eitt forsætisráðherraefni sem ætlað er tryggja að stjórnartíð Orban líði senn undir lok.
Þar að auki munu flokkarnir sameinast um frambjóðendur í öllum kjördæmum.
Í sameiginlegri yfirlýsingu frá flokkunum sex segjast þeir aldrei ætla að vera með frambjóðendur „sem hafi tekið þátt í spillingu, sem hafi verið einkennandi í stjórnartíð forsætisráðherrans“.
Viktor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Stjórn hans hefur sætt mikilli gagnrýni, meðal annars af Evrópusambandinu, fyrir tilraunir til að grafa undan sjálfstæði dómskerfisins og lýðræðinu sjálfu.