Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2020 18:49 skriða Vísir/HÞ Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. Langflest húsin sem hafa hrunið eða horfið í aurskriðunum á Seyðisfirði síðustu daga stóðu við Hafnargötu, en þetta eru hús þar númer 6, 16D, 24. 25,26,28,29,31,32,34,38 A og B og 37. Þá færðist Austurvegur 38A 50 metra úr stað. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að enn sé verið að rýna gögn er varða stöðugleika á svæðinu. Samkvæmt mati þyki rétt að halda rýmingu áfram óbreyttri til morguns. Búast má við frekari upplýsingum um hádegið á morgun. Þar sem tilkynningar þessar hafa á stundum dregist miðað við upphafleg áform þá er næsta tilkynning tímasett klukkan 12 á morgun. Liggi fyrir tíðindi fyrir þann tíma munu þau send án tafar. Sérfræðingar náttúruhamfarasjóðs er komnir til bæjarins til að kanna tjónið og starfsfhópur á vegum ríkistjórnarinnar hefur verið skipaður. „Það er of snemmt að segja til um hversu mikið tjónið er en það er augljóst að það er gríðarlegt. Reynsla mín af svona atburðum er að það muni taka marga mánuði eða ár að meta tjónið til fulls. Langtímauppbygging á svona atburðum horfir til fimm ára,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislörgreglustjóra. Víðir hefur ekki tölu á hversu margar fjölskyldur hafa misst aleiguna. Víðir Reynisson segir að það taki allt að 5 ár að byggja upp eftir slíkar náttúruhamfarir.Vísir/Vilhelm „Það er verið að fara yfir stöðuna með hverri einustu fjölskyldu og sveitarfélagið leiðir þá vinnu fyrir okkur. Það eru allir komnir í bráðabirgðahúsnæði yfir hátíðarnar og svo verður fundið lausnir fyrir fólk í framhaldinu,“ segir Víðir. Mesta menningartjón í tíu ár Það er ekki aðeins tjón á íbúðarhúsnæði heldur er tjón á menningarverðmætum eitt það mesta sem hefur orðið á landinu síðasta áratug. Tækniminjasafnið var til að mynda í nokkrum húsum við Hafnargötu. María Karen Sigurðardóttir formaður Bláa skjaldarins og deildarstjóri hjá Borgarsögusafni. „Skipasmíðastöðin er farin, renniverkstæðið er farið og prentsmiðjan að því ég best veit líka. Það þarf svo að skoða í framhaldinu hvort það verður endurbyggt og hvort það verður á sama svæði og áður,“ segir María Karen Sigurðardóttir formaður Bláa skjaldarins og deildarstjóri hjá Borgarsögusafni. „Nú er lagt uppúr því að hægt sé að komast um svæðið og bjarga persónulegum eigum fjölskyldna og svo þarf að reyna að koma menningarverðmætum þannig fyrir að hægt verði að komast að þeim síðar ef það tekst ekki að bjarga þeim núna,“ segir hún. Hún segir að von sé á þjóðminjaverði á staðinn eftir áramót ásamt starfsfólki frá Minjastofnun sem muni meta aðstæður. Það muni taka fagfólk mörg ár að reyna að reyna að bjarga þeim menningarverðmætum sem þarna eru. „Það er svo mikið af þessum hlutum undir aur og bleytu. Það er þó nokkuð um menningarminjar þarna sem er úr járni en ef um pappír og viðkvæmari efni er að ræða þá eru hlutir fljótir að skemmast. Best er ef það myndi frjósa, þá varðveitist það betur,“ segir hún. „Þetta er náttúrulega vinna sem mun taka nokkur ár og eitthvað er alveg farið eða skemmt en við munum reyna hvað við getum að bjarga menningarverðmætum,“ segir María Karen. Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Tengdar fréttir Myndband sýnir andartökin rétt eftir skriðuna miklu: „Eru allir komnir út?“ Myndefni frá björgunarstörfum á Seyðisfirði sýnir hvernig var umhorfs í bænum augnablikum eftir að stór aurskriða, sem olli verulegum skemmdum á bænum, féll um þrjúleytið á föstudag. 21. desember 2020 18:10 Bein útsending: Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga Sveitafélagið Múlaþing boðar til íbúafundar fyrir Seyðfirðinga klukkan 16 í dag. Tilgangurinn með fundinum er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála og gefa þeim kost á að koma á framfæri fyrirspurnum sem veitt verða svör við á fundinum sé þess kostur. 21. desember 2020 15:35 Sérfræðingar meta stöðuna í birtingu Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á aurskriðum og 276 íbúar bíða þess að snúa heim. Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, að sögn ofanflóðasérfræðings, og úrkoma hefur verið lítil síðasta sólarhring. Staðan verður metin þegar líða tekur á daginn. 21. desember 2020 09:06 Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Langflest húsin sem hafa hrunið eða horfið í aurskriðunum á Seyðisfirði síðustu daga stóðu við Hafnargötu, en þetta eru hús þar númer 6, 16D, 24. 25,26,28,29,31,32,34,38 A og B og 37. Þá færðist Austurvegur 38A 50 metra úr stað. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að enn sé verið að rýna gögn er varða stöðugleika á svæðinu. Samkvæmt mati þyki rétt að halda rýmingu áfram óbreyttri til morguns. Búast má við frekari upplýsingum um hádegið á morgun. Þar sem tilkynningar þessar hafa á stundum dregist miðað við upphafleg áform þá er næsta tilkynning tímasett klukkan 12 á morgun. Liggi fyrir tíðindi fyrir þann tíma munu þau send án tafar. Sérfræðingar náttúruhamfarasjóðs er komnir til bæjarins til að kanna tjónið og starfsfhópur á vegum ríkistjórnarinnar hefur verið skipaður. „Það er of snemmt að segja til um hversu mikið tjónið er en það er augljóst að það er gríðarlegt. Reynsla mín af svona atburðum er að það muni taka marga mánuði eða ár að meta tjónið til fulls. Langtímauppbygging á svona atburðum horfir til fimm ára,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislörgreglustjóra. Víðir hefur ekki tölu á hversu margar fjölskyldur hafa misst aleiguna. Víðir Reynisson segir að það taki allt að 5 ár að byggja upp eftir slíkar náttúruhamfarir.Vísir/Vilhelm „Það er verið að fara yfir stöðuna með hverri einustu fjölskyldu og sveitarfélagið leiðir þá vinnu fyrir okkur. Það eru allir komnir í bráðabirgðahúsnæði yfir hátíðarnar og svo verður fundið lausnir fyrir fólk í framhaldinu,“ segir Víðir. Mesta menningartjón í tíu ár Það er ekki aðeins tjón á íbúðarhúsnæði heldur er tjón á menningarverðmætum eitt það mesta sem hefur orðið á landinu síðasta áratug. Tækniminjasafnið var til að mynda í nokkrum húsum við Hafnargötu. María Karen Sigurðardóttir formaður Bláa skjaldarins og deildarstjóri hjá Borgarsögusafni. „Skipasmíðastöðin er farin, renniverkstæðið er farið og prentsmiðjan að því ég best veit líka. Það þarf svo að skoða í framhaldinu hvort það verður endurbyggt og hvort það verður á sama svæði og áður,“ segir María Karen Sigurðardóttir formaður Bláa skjaldarins og deildarstjóri hjá Borgarsögusafni. „Nú er lagt uppúr því að hægt sé að komast um svæðið og bjarga persónulegum eigum fjölskyldna og svo þarf að reyna að koma menningarverðmætum þannig fyrir að hægt verði að komast að þeim síðar ef það tekst ekki að bjarga þeim núna,“ segir hún. Hún segir að von sé á þjóðminjaverði á staðinn eftir áramót ásamt starfsfólki frá Minjastofnun sem muni meta aðstæður. Það muni taka fagfólk mörg ár að reyna að reyna að bjarga þeim menningarverðmætum sem þarna eru. „Það er svo mikið af þessum hlutum undir aur og bleytu. Það er þó nokkuð um menningarminjar þarna sem er úr járni en ef um pappír og viðkvæmari efni er að ræða þá eru hlutir fljótir að skemmast. Best er ef það myndi frjósa, þá varðveitist það betur,“ segir hún. „Þetta er náttúrulega vinna sem mun taka nokkur ár og eitthvað er alveg farið eða skemmt en við munum reyna hvað við getum að bjarga menningarverðmætum,“ segir María Karen.
Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Tengdar fréttir Myndband sýnir andartökin rétt eftir skriðuna miklu: „Eru allir komnir út?“ Myndefni frá björgunarstörfum á Seyðisfirði sýnir hvernig var umhorfs í bænum augnablikum eftir að stór aurskriða, sem olli verulegum skemmdum á bænum, féll um þrjúleytið á föstudag. 21. desember 2020 18:10 Bein útsending: Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga Sveitafélagið Múlaþing boðar til íbúafundar fyrir Seyðfirðinga klukkan 16 í dag. Tilgangurinn með fundinum er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála og gefa þeim kost á að koma á framfæri fyrirspurnum sem veitt verða svör við á fundinum sé þess kostur. 21. desember 2020 15:35 Sérfræðingar meta stöðuna í birtingu Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á aurskriðum og 276 íbúar bíða þess að snúa heim. Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, að sögn ofanflóðasérfræðings, og úrkoma hefur verið lítil síðasta sólarhring. Staðan verður metin þegar líða tekur á daginn. 21. desember 2020 09:06 Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Myndband sýnir andartökin rétt eftir skriðuna miklu: „Eru allir komnir út?“ Myndefni frá björgunarstörfum á Seyðisfirði sýnir hvernig var umhorfs í bænum augnablikum eftir að stór aurskriða, sem olli verulegum skemmdum á bænum, féll um þrjúleytið á föstudag. 21. desember 2020 18:10
Bein útsending: Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga Sveitafélagið Múlaþing boðar til íbúafundar fyrir Seyðfirðinga klukkan 16 í dag. Tilgangurinn með fundinum er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála og gefa þeim kost á að koma á framfæri fyrirspurnum sem veitt verða svör við á fundinum sé þess kostur. 21. desember 2020 15:35
Sérfræðingar meta stöðuna í birtingu Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á aurskriðum og 276 íbúar bíða þess að snúa heim. Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, að sögn ofanflóðasérfræðings, og úrkoma hefur verið lítil síðasta sólarhring. Staðan verður metin þegar líða tekur á daginn. 21. desember 2020 09:06
Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent