Máli Guðmundar Spartakusar vísað frá MDE Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2020 07:27 Guðmundur Spartakus í Landsrétti þegar mál hans gegn Atla Má Gylfasyni, blaðamanni, var tekið fyrir. Vísir/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn íslenska ríkinu og hafnað að taka málið til efnislegrar meðferðar. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins en Guðmundur Spartakus kærði íslenska ríkið til MDE í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni, fjölmiðlamanni og þáverandi dagskrárstjóra Hringbrautar. Krafði Guðmundur Sigmund um tvær milljónir króna í bætur vegna meintra meiðyrða í umfjöllun Hringbrautar árið 2016. Í umfjölluninni sagði meðal annars að Guðmundur væri valdamikill fíkniefnasali í Suður-Ameríku og að hann væri höfuðpaur eiturlyfjahrings. Byggði umfjöllun Hringbrautar á fréttaflutningi RÚV um sama mál. Var byggt á því í dómi Hæstaréttar að Hringbraut hefði ekki haft neina ástæðu til að efast um að RÚV og annar fréttamiðill í Paragvæ hefðu gætt réttra viðmiða varðandi vandaða fréttamennsku við gerð frétta sinna. Engin efni væru því til þess að verða við kröfum Guðmundar Spartakusar. Kæra Guðmundar Spartakusar til MDE byggði á því að brotið hefði verið á rétti hans til friðhelgi einkalífs. Í ákvörðun MDE er vísað til þess að allar fullyrðingar sem komu fram í umfjöllun Hringbrautar hafi byggt á staðreyndum, fyrir utan eina þeirra sem teldist gildisdómur. Þá hefði verið vísað til heimilda á fullnægjandi hátt. Gildisdómur um að Guðmundur Spartakus væri sagður hættulegur hefði einnig verið studdur nægilegum heimildum að mati MDE til að teljast innan eðlilegra marka. Guðmundur Spartakus gerði sátt við RÚV vegna fyrrnefndra frétta miðilsins um hann og greiddi RÚV honum 2,5 milljónir króna vegna málsins. Dómsmál Fjölmiðlar Mannréttindadómstóll Evrópu Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins en Guðmundur Spartakus kærði íslenska ríkið til MDE í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni, fjölmiðlamanni og þáverandi dagskrárstjóra Hringbrautar. Krafði Guðmundur Sigmund um tvær milljónir króna í bætur vegna meintra meiðyrða í umfjöllun Hringbrautar árið 2016. Í umfjölluninni sagði meðal annars að Guðmundur væri valdamikill fíkniefnasali í Suður-Ameríku og að hann væri höfuðpaur eiturlyfjahrings. Byggði umfjöllun Hringbrautar á fréttaflutningi RÚV um sama mál. Var byggt á því í dómi Hæstaréttar að Hringbraut hefði ekki haft neina ástæðu til að efast um að RÚV og annar fréttamiðill í Paragvæ hefðu gætt réttra viðmiða varðandi vandaða fréttamennsku við gerð frétta sinna. Engin efni væru því til þess að verða við kröfum Guðmundar Spartakusar. Kæra Guðmundar Spartakusar til MDE byggði á því að brotið hefði verið á rétti hans til friðhelgi einkalífs. Í ákvörðun MDE er vísað til þess að allar fullyrðingar sem komu fram í umfjöllun Hringbrautar hafi byggt á staðreyndum, fyrir utan eina þeirra sem teldist gildisdómur. Þá hefði verið vísað til heimilda á fullnægjandi hátt. Gildisdómur um að Guðmundur Spartakus væri sagður hættulegur hefði einnig verið studdur nægilegum heimildum að mati MDE til að teljast innan eðlilegra marka. Guðmundur Spartakus gerði sátt við RÚV vegna fyrrnefndra frétta miðilsins um hann og greiddi RÚV honum 2,5 milljónir króna vegna málsins.
Dómsmál Fjölmiðlar Mannréttindadómstóll Evrópu Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira