Mennirnir, sem eru frá svæði vestur af Brisbane, eru sakaðir um að hafa kveikt varðelda sem leiddu til þess að gróðureldarnir herjuðu á um helming eyjarinnar, að því er fram kemur í frétt Guardian.
Að sögn lögreglu voru landverðir kallaðir út á þann stað þar sem mennirnir höfðu kveikt varðeldana þann 14. október síðastlðinn,. „Þessir eldar breiddust svo út og á næstu vikum brann stór hluti heimsminjanna.“
Landverðir sáu að búið var að setja sand yfir þá staði þar sem varðeldarnir höfðu verið kveiktir, en eldur logaði þá í nálægum gróðri.
Alls tók um níu vikur að slökkva gróðureldana og var á sama tíma lokað á alla umferð um eyjuna. Sömuleiðis var fjölmörgum íbúum gert að yfirgefa heimili sín. Ekki bárust neinar fréttir um að manntjón hafi orðið í eldunum.
Stærstur hluti eyjarinnar er þakinn sandi sem torveldaði allt slökkvistarf þar sem sandurinn drakk fljótt í sig allan þann vökva sem dreift var úr flugvélum sem notaðar voru við slökkvistarf.