Fótbolti

Móðir Ron­aldin­ho með CO­VID-19 og á gjör­gæslu: „Vertu sterk, mamma“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldinho og mamma hans er Brassinn var á mála hjá Barcelona.
Ronaldinho og mamma hans er Brassinn var á mála hjá Barcelona. Denis Doyle/Getty Images

Mamma fyrrum brasilíska knattspyrnumannsins, Ronaldinho, hfeur verið lögð inn á spítala eftir að hún greindist með kórónuveiruna.

Ronaldinho greindi sjálfur frá þessu á Twitter síðu sinni í gær og sagði frá því að búið væri að leggja 71 ára móðir hans inn á spítala.

„Kæru vinir. Móðir mín er með COVID og við erum að berjast við að hún jafni sig fljótt. Hún er á gjörgæslu og fær þar ummönnun,“ skrifaði Ronaldinho.

„Fyrirfram þakkir fyrir bænir þínar, jákvæðu orkuna og ástúð. Vertu sterk, mamma.“

Rúmlega 25 þúsund greindist í Brasilíu á sunnudaginn með COVID-19 og 408 létust en tæplega 190 þúsund manns hafa nú látið lífið í Brasilíu vegna veirunnar.

Heildartala smitaða í Brasilíu eru 7,3 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×