„Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn“ Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2020 13:41 Daníel Jakobsson hefur verið ráðinn til Artic Fish. Hann telur það ekki tefla hæfi sínu sem bæjarfulltrúa og formanni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í neina hættu. vísir Formaður bæjarráðs Ísafjarðar ráðinn til Arctic Fish samhliða bæjarstjórnarstörfum sínum. Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Ísafjarðar, hefur verið ráðinn til Arctic Fish sem ráðgjafi í sérverkefni. Hann mun hefja störf um miðjan janúar. BB greindi frá þessu en í samtali við Vísi segir Daníel þetta ekki þýða neinar breytingar á störfum hans fyrir Ísafjarðarkaupstað. Þeim mun hann sinna eftir sem áður. „Það er bara aukastarf.“ Í BB segir að Daníels sé viðskiptafræðingur, reyndur úr viðskipalífinu og „fær því félagið öflugan liðsmann búsettan á starfssvæðinu til starfa hjá félaginu.“ Þá segir jafnframt að Arctic Fish sé í örum vexti með tilheyrandi fjölgun verkefna og stefnir á 25 þúsund tonna árlega framleiðslu og sölu á eldisfiski næstu 5 árum. Telur þetta ekki tefla hæfi sínu í hættu Í siðareglum Ísafjarðarbæjar eru ýmis ákvæði sem snúa að hagsmunaárekstrum og hæfi, svo sem 8. grein þar sem segir meðal annars að starfsmenn „skulu ekki taka þátt í málsmeðferð og ákvörðunum ef þeir eiga sjálfir aðild að málinu.“ Vísir innti Daníel eftir því hvort störf hans fyrir Arctic Fish tefldi ekki hæfi hans í hættu? Daníel telur svo ekki vera. „Það eru allir bæjarfulltrúar með önnur störf meðfram bæjarfulltrúastörfum sínum, sem litið er á sem aukavinnu. Í annan stað kemur sveitarfélagið lítið að málefnum fiskeldisins, það er aðallega á hendi ríkisins,“ segir Daníel og vísar í því sambandi til allskyns leyfisveitinga. Í þriðja lagi segir Daníel til staðar reglur og lög sem segi til um hvenær menn er vanhæfir og hvenær ekki. Hann segist hafa verið í erfiðari stöðu sem eigandi fyrirtækis í ferðaþjónustu, en þá voru leyfisveitingar á hendi bæjarins. „Ef þú lítur allan hringinn í kringum landið þá er fjöldi manna í svipaðri stöðu og ég. Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn. Þetta er lítið landi. Við gegnum öll tveimur hlutverkum sem erum í bæjarstjórn og verðum bara að passa uppá að fara eftir reglum í þeim efnum öllum.“ Aðalatriðið er að hagsmunir liggi fyrir og séu uppi á borðum, segir Daníel. Arctic Fish að hálfu í eigu aflandsfyrirtækis Nokkuð hefur verið fjallað um eignarhald á laxeldisfyrirtækja en starfsemi þeirra hefur verið í veldisvexti á Íslandi á undanförnum árum. Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Stundinni segir að eignarhaldsfélag á aflandssvæðinu Kýpur í Miðjarðarhafinu, sem stundum hefur sagt vera skattaskjól í gegnum tíðina vegna hagstæðs skattaumhverfis, eigi tæplega helmingshlut í Arctic Fish sem til stendur að skrá á hlutabréfamarkað í Noregi á fyrri helmingi næsta árs. „Eitt af því sem vekur athygli þegar eignarhald laxeldisfyrirtækja eins og Arctic Fish er skoðað er að nær allt hlutafé íslenskra laxeldisfyrirtækja er í eigu erlendra aðila. Einungis 2,5 prósent af hlutafé Arctic Fish er til dæmis í eigu íslensks fyrirtækis og íslenskra einstaklinga.“ Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Fiskeldi Tengdar fréttir Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Ísafjarðar, hefur verið ráðinn til Arctic Fish sem ráðgjafi í sérverkefni. Hann mun hefja störf um miðjan janúar. BB greindi frá þessu en í samtali við Vísi segir Daníel þetta ekki þýða neinar breytingar á störfum hans fyrir Ísafjarðarkaupstað. Þeim mun hann sinna eftir sem áður. „Það er bara aukastarf.“ Í BB segir að Daníels sé viðskiptafræðingur, reyndur úr viðskipalífinu og „fær því félagið öflugan liðsmann búsettan á starfssvæðinu til starfa hjá félaginu.“ Þá segir jafnframt að Arctic Fish sé í örum vexti með tilheyrandi fjölgun verkefna og stefnir á 25 þúsund tonna árlega framleiðslu og sölu á eldisfiski næstu 5 árum. Telur þetta ekki tefla hæfi sínu í hættu Í siðareglum Ísafjarðarbæjar eru ýmis ákvæði sem snúa að hagsmunaárekstrum og hæfi, svo sem 8. grein þar sem segir meðal annars að starfsmenn „skulu ekki taka þátt í málsmeðferð og ákvörðunum ef þeir eiga sjálfir aðild að málinu.“ Vísir innti Daníel eftir því hvort störf hans fyrir Arctic Fish tefldi ekki hæfi hans í hættu? Daníel telur svo ekki vera. „Það eru allir bæjarfulltrúar með önnur störf meðfram bæjarfulltrúastörfum sínum, sem litið er á sem aukavinnu. Í annan stað kemur sveitarfélagið lítið að málefnum fiskeldisins, það er aðallega á hendi ríkisins,“ segir Daníel og vísar í því sambandi til allskyns leyfisveitinga. Í þriðja lagi segir Daníel til staðar reglur og lög sem segi til um hvenær menn er vanhæfir og hvenær ekki. Hann segist hafa verið í erfiðari stöðu sem eigandi fyrirtækis í ferðaþjónustu, en þá voru leyfisveitingar á hendi bæjarins. „Ef þú lítur allan hringinn í kringum landið þá er fjöldi manna í svipaðri stöðu og ég. Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn. Þetta er lítið landi. Við gegnum öll tveimur hlutverkum sem erum í bæjarstjórn og verðum bara að passa uppá að fara eftir reglum í þeim efnum öllum.“ Aðalatriðið er að hagsmunir liggi fyrir og séu uppi á borðum, segir Daníel. Arctic Fish að hálfu í eigu aflandsfyrirtækis Nokkuð hefur verið fjallað um eignarhald á laxeldisfyrirtækja en starfsemi þeirra hefur verið í veldisvexti á Íslandi á undanförnum árum. Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Stundinni segir að eignarhaldsfélag á aflandssvæðinu Kýpur í Miðjarðarhafinu, sem stundum hefur sagt vera skattaskjól í gegnum tíðina vegna hagstæðs skattaumhverfis, eigi tæplega helmingshlut í Arctic Fish sem til stendur að skrá á hlutabréfamarkað í Noregi á fyrri helmingi næsta árs. „Eitt af því sem vekur athygli þegar eignarhald laxeldisfyrirtækja eins og Arctic Fish er skoðað er að nær allt hlutafé íslenskra laxeldisfyrirtækja er í eigu erlendra aðila. Einungis 2,5 prósent af hlutafé Arctic Fish er til dæmis í eigu íslensks fyrirtækis og íslenskra einstaklinga.“
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Fiskeldi Tengdar fréttir Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13