Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2020 13:34 Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur. Nú er ljóst að sumir Seyðfirðingar þurfa að halda jólin annars staðar en heima hjá sér þetta árið. Vísir/Egill Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu. Sökum þessa verður ekki hægt að aflétta rýmingu á þeim húsum sem efst standa í byggðinni á jaðri rýmingarsvæðis. Rýming mun því standa óbreytt er varðar þau hús til 27. desember hið minnsta. Ákvörðun um afléttingu rýmingar í öðrum húsum á rýmingarsvæði sem standa neðan við Múlaveg verður tekin síðar í dag. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi, sagði í samtali við fréttastofu að tilkynning yrði send fyrir klukkan sjö í kvöld. Verði rýmingu ekki aflétt í kvöld er gert ráð fyrir að henni verði yfir höfuð ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi 27. desember. Þetta var ákveðið á stöðufundi Almannavarna, Veðurstofu Íslands og Lögreglunnar á Austurlandi í morgun. Á fundinum var rætt um mikilvægi þess að íbúar fengju eins skýr svör og hægt væri hvað varðar aðgengi að húsum og hugsanlega rýmingu yfir jólin. Fyrirsjáanleiki er verðar næstu daga væri mikilvægur. Íbúum, sem búa innan við Búðará og eiga hús á rýmingarsvæði, verður í dag gefinn kostur á að sækja nauðsynjar í hús sín. Þó er hvatt til þess að þeim ferðum verði stillt í hóf en þeir sem vilja þiggja boðið er bent á að gefa sig fram í Ferjuleiru á Seyðisfirði. Veðurstofa Íslands hefur uppfært reitakort fyrir rýmingarsvæðið. Borholuþrýstingur fer minnkandi og koma á fyrir fleiri speglum í hlíðina til að ná fram betri mælingum. Helstu verkefni í dag er vöktun á lokunarpóstum og aðstoð við fólk sem vill líta eftir eignum á rýmingarsvæði. Í forgangi er vinna við rafmagnsöryggi og húshitun. Á fundinum var einnig rætt um hjúkrunarheimilið og um leiðir til að koma því aftur í gagn. Tryggja þurfi að starfsfólks sé til reiðu áður en skjólstæðingar snúi aftur. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Sökum þessa verður ekki hægt að aflétta rýmingu á þeim húsum sem efst standa í byggðinni á jaðri rýmingarsvæðis. Rýming mun því standa óbreytt er varðar þau hús til 27. desember hið minnsta. Ákvörðun um afléttingu rýmingar í öðrum húsum á rýmingarsvæði sem standa neðan við Múlaveg verður tekin síðar í dag. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi, sagði í samtali við fréttastofu að tilkynning yrði send fyrir klukkan sjö í kvöld. Verði rýmingu ekki aflétt í kvöld er gert ráð fyrir að henni verði yfir höfuð ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi 27. desember. Þetta var ákveðið á stöðufundi Almannavarna, Veðurstofu Íslands og Lögreglunnar á Austurlandi í morgun. Á fundinum var rætt um mikilvægi þess að íbúar fengju eins skýr svör og hægt væri hvað varðar aðgengi að húsum og hugsanlega rýmingu yfir jólin. Fyrirsjáanleiki er verðar næstu daga væri mikilvægur. Íbúum, sem búa innan við Búðará og eiga hús á rýmingarsvæði, verður í dag gefinn kostur á að sækja nauðsynjar í hús sín. Þó er hvatt til þess að þeim ferðum verði stillt í hóf en þeir sem vilja þiggja boðið er bent á að gefa sig fram í Ferjuleiru á Seyðisfirði. Veðurstofa Íslands hefur uppfært reitakort fyrir rýmingarsvæðið. Borholuþrýstingur fer minnkandi og koma á fyrir fleiri speglum í hlíðina til að ná fram betri mælingum. Helstu verkefni í dag er vöktun á lokunarpóstum og aðstoð við fólk sem vill líta eftir eignum á rýmingarsvæði. Í forgangi er vinna við rafmagnsöryggi og húshitun. Á fundinum var einnig rætt um hjúkrunarheimilið og um leiðir til að koma því aftur í gagn. Tryggja þurfi að starfsfólks sé til reiðu áður en skjólstæðingar snúi aftur.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25
Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54
Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58