Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2020 13:41 Karl Hjaltested (til vinstri) er á meðal erfingjanna, Ármann Kr. Ólafsson er bæjarstjóri Kópavogs og Þorsteinn Hjaltested heitinn sem fékk greiðslurnar frá Kópavogsbæ árið 2007 í stað réttmætra eigenda jarðarinnar. Vísir Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir í kringum fimmtíu ár enda miklir fjárhagslegir hagsmunir verið undir. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingalands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Vísir hefur áður fjallað um deilur erfingja Sigurðar við Kópavogsbæ en upphafleg krafa þeirra nam 75 milljörðum króna sem sneri að eignarnámi Kópavogsbæjar á jörðum árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Héraðsdómur sýknaði Kópavogsbæ af kröfum varðandi eignarnám þrjú fyrstu árin. Erfingjar Sigurðar stefndu Kópavogsbæ og dánarbúi Þorsteins Hjaltested til vara. Fór svo að Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Kópavogsbæ til að greiða erfingjunum 968 milljónir auk vaxta í bætur vegna eignanámsins árið 2007. Kópavogsbær þarf auk þess að greiða um sextíu milljónir króna til erfingjanna í málskostnað. Erfingjarnir þurfa að greiða dánarbúi Þorsteins 44 milljónir króna í málskostnað. Dóminn í heild má lesa hér að neðan. Kópavogur Dómsmál Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir í kringum fimmtíu ár enda miklir fjárhagslegir hagsmunir verið undir. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingalands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Vísir hefur áður fjallað um deilur erfingja Sigurðar við Kópavogsbæ en upphafleg krafa þeirra nam 75 milljörðum króna sem sneri að eignarnámi Kópavogsbæjar á jörðum árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Héraðsdómur sýknaði Kópavogsbæ af kröfum varðandi eignarnám þrjú fyrstu árin. Erfingjar Sigurðar stefndu Kópavogsbæ og dánarbúi Þorsteins Hjaltested til vara. Fór svo að Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Kópavogsbæ til að greiða erfingjunum 968 milljónir auk vaxta í bætur vegna eignanámsins árið 2007. Kópavogsbær þarf auk þess að greiða um sextíu milljónir króna til erfingjanna í málskostnað. Erfingjarnir þurfa að greiða dánarbúi Þorsteins 44 milljónir króna í málskostnað. Dóminn í heild má lesa hér að neðan.
Kópavogur Dómsmál Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira