Innlent

Snævi þakinn Seyðis­fjörður tók á móti ráð­herrum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Seyðisfirði í dag.
Frá Seyðisfirði í dag. Vísir/Vilhelm

Seyðisfjörður var snævi þakinn í dag þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar heimsóttu bæinn, til þess að sjá afleiðingar skriðanna sem féllu á bæinn fyrir helgi. Miklar skemmdir hafa orðið á bænum og aðeins hluti íbúa hefur fengið að snúa aftur.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra ráðherra sem héldu austur með flugi í dag. Þegar á Seyðisfjörð var komið sagði hún átakanlegt að sjá afleiðingar hamfaranna. Eins sagði hún gott að fá að hitta heimamenn, sem mikill hugur væri í.

„Nú munum við fara í það. Fara í hreinsunarstarf, endurbyggingu og komast yfir þetta,“ sagði Katrín fyrr í dag.

Ljósmyndari Vísis var á Seyðisfirði og fylgdi ráðherrum meðal annars eftir þegar þeir virtu fyrir sér hamfarasvæðið. Myndir frá Seyðisfirði í dag má sjá hér að neðan.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði átakanlegt að sjá hamfarasvæðið.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Sér­fræðingar vanmátu að­stæður á Seyðis­firði

Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag.

„Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur“

Múlasýsludeild Rauða krossins hefur borist liðsauki frá Akureyri við áfallahjálparteymið fyrir austan vegna náttúruhamfaranna. Berglind Sveinsdóttir, formaður deildarinnar segir ásóknina í þá aðstoð sem er í boði vera til marks um það mikla áfall og erfiðleika sem Seyðfirðingar glíma við um þessar mundir. Hún kveðst vera meyr vegna samstöðu og hjálpsemi sem Íslendingar hafi sýnt.

Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði

Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×