Arteta styður við bakið á Rúnari Alex | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2020 22:46 Arteta styður við bakið á sínum manni þrátt fyrir ein klaufaleg mistök í kvöld. Því miður geta markmenn ekki leyft sér þann lúxus að gera mistök jafn oft og samherjar þeirra. Catherine Ivill/Getty Images Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, varði íslenska landsliðsmarkvörðinn í viðtali eftir 4-1 tap liðsins gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Arsenal er liðið tók á móti Manchester City. Gestirnir frá Manchester-borg komust yfir strax í upphafi en Arsenal jafnaði þegar hálftími var liðinn og Rúnar Alex átti frábæra markvörslu til að halda stöðunni jafnri þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Eftir rúmlega tíu mínútur í síðari hálfleik skoraði svo Riyad Mahrez úr aukaspyrnu af stuttu færi en Rúnar Alex virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið yfir sig og í netið. City bætti svo við tveimur mörkum og vann sannfærandi 4-1 sigur. Mikel Arteta – þjálfari Arsenal – ræddi við Sky Sports eftir leik og sagðist styðja við bakið á Rúnari. „Hann hefur ekki leikið marga leiki fyrir okkur og er enn að aðlagast deildinni. Við gerum öll mistök og við verðum að standa við bakið á honum,“ sagði Arteta aðspurður um mistök Rúnars. „Já en við vitum einnig að Bernd [Leno] er búinn að spila margar mínútur og þurfti á hvíld að halda og við vildum gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Alex hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað og svona hlutir gerast í fótbolta,“ sagði Arteta að lokum aðspurður hvort hann hafi íhugað að spila aðalmarkverði sínum í leik gegn jafn góðu liði og Manchester City. "We all make mistakes, we have to support him"Mikel Arteta on Rúnarsson's errors & explains why he played him over Leno pic.twitter.com/Hd9h7xG7Gx— Football Daily (@footballdaily) December 22, 2020 Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55 Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Arsenal er liðið tók á móti Manchester City. Gestirnir frá Manchester-borg komust yfir strax í upphafi en Arsenal jafnaði þegar hálftími var liðinn og Rúnar Alex átti frábæra markvörslu til að halda stöðunni jafnri þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Eftir rúmlega tíu mínútur í síðari hálfleik skoraði svo Riyad Mahrez úr aukaspyrnu af stuttu færi en Rúnar Alex virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið yfir sig og í netið. City bætti svo við tveimur mörkum og vann sannfærandi 4-1 sigur. Mikel Arteta – þjálfari Arsenal – ræddi við Sky Sports eftir leik og sagðist styðja við bakið á Rúnari. „Hann hefur ekki leikið marga leiki fyrir okkur og er enn að aðlagast deildinni. Við gerum öll mistök og við verðum að standa við bakið á honum,“ sagði Arteta aðspurður um mistök Rúnars. „Já en við vitum einnig að Bernd [Leno] er búinn að spila margar mínútur og þurfti á hvíld að halda og við vildum gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Alex hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað og svona hlutir gerast í fótbolta,“ sagði Arteta að lokum aðspurður hvort hann hafi íhugað að spila aðalmarkverði sínum í leik gegn jafn góðu liði og Manchester City. "We all make mistakes, we have to support him"Mikel Arteta on Rúnarsson's errors & explains why he played him over Leno pic.twitter.com/Hd9h7xG7Gx— Football Daily (@footballdaily) December 22, 2020 Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55 Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55
Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31