Arteta styður við bakið á Rúnari Alex | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2020 22:46 Arteta styður við bakið á sínum manni þrátt fyrir ein klaufaleg mistök í kvöld. Því miður geta markmenn ekki leyft sér þann lúxus að gera mistök jafn oft og samherjar þeirra. Catherine Ivill/Getty Images Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, varði íslenska landsliðsmarkvörðinn í viðtali eftir 4-1 tap liðsins gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Arsenal er liðið tók á móti Manchester City. Gestirnir frá Manchester-borg komust yfir strax í upphafi en Arsenal jafnaði þegar hálftími var liðinn og Rúnar Alex átti frábæra markvörslu til að halda stöðunni jafnri þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Eftir rúmlega tíu mínútur í síðari hálfleik skoraði svo Riyad Mahrez úr aukaspyrnu af stuttu færi en Rúnar Alex virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið yfir sig og í netið. City bætti svo við tveimur mörkum og vann sannfærandi 4-1 sigur. Mikel Arteta – þjálfari Arsenal – ræddi við Sky Sports eftir leik og sagðist styðja við bakið á Rúnari. „Hann hefur ekki leikið marga leiki fyrir okkur og er enn að aðlagast deildinni. Við gerum öll mistök og við verðum að standa við bakið á honum,“ sagði Arteta aðspurður um mistök Rúnars. „Já en við vitum einnig að Bernd [Leno] er búinn að spila margar mínútur og þurfti á hvíld að halda og við vildum gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Alex hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað og svona hlutir gerast í fótbolta,“ sagði Arteta að lokum aðspurður hvort hann hafi íhugað að spila aðalmarkverði sínum í leik gegn jafn góðu liði og Manchester City. "We all make mistakes, we have to support him"Mikel Arteta on Rúnarsson's errors & explains why he played him over Leno pic.twitter.com/Hd9h7xG7Gx— Football Daily (@footballdaily) December 22, 2020 Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55 Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31 Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Arsenal er liðið tók á móti Manchester City. Gestirnir frá Manchester-borg komust yfir strax í upphafi en Arsenal jafnaði þegar hálftími var liðinn og Rúnar Alex átti frábæra markvörslu til að halda stöðunni jafnri þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Eftir rúmlega tíu mínútur í síðari hálfleik skoraði svo Riyad Mahrez úr aukaspyrnu af stuttu færi en Rúnar Alex virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið yfir sig og í netið. City bætti svo við tveimur mörkum og vann sannfærandi 4-1 sigur. Mikel Arteta – þjálfari Arsenal – ræddi við Sky Sports eftir leik og sagðist styðja við bakið á Rúnari. „Hann hefur ekki leikið marga leiki fyrir okkur og er enn að aðlagast deildinni. Við gerum öll mistök og við verðum að standa við bakið á honum,“ sagði Arteta aðspurður um mistök Rúnars. „Já en við vitum einnig að Bernd [Leno] er búinn að spila margar mínútur og þurfti á hvíld að halda og við vildum gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Alex hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað og svona hlutir gerast í fótbolta,“ sagði Arteta að lokum aðspurður hvort hann hafi íhugað að spila aðalmarkverði sínum í leik gegn jafn góðu liði og Manchester City. "We all make mistakes, we have to support him"Mikel Arteta on Rúnarsson's errors & explains why he played him over Leno pic.twitter.com/Hd9h7xG7Gx— Football Daily (@footballdaily) December 22, 2020 Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55 Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31 Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Sjá meira
City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55
Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31