Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. desember 2020 08:13 Trump vill að Bandaríkjaþing breyti frumvarpi sem snýst um neyðaraðgerðir í efnahagsmálum vegna kórónuveirufaraldursins. Getty/Al Drago Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. Um er að ræða efnahagsaðgerðir til að bregðast við þrengingum vegna faraldursins upp á 900 milljarða Bandaríkjadala. Bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem og öldungadeildin náðu saman um aðgerðirnar í vikunni eftir margra mánaða þref. Búist hafði verið við því að forsetinn myndi skrifa undir frumvarpið í gærkvöldi en nú krefst hann þess að breytingar verði gerðar á því og sú tala sem fara eigi til almennings verði hærri. Þá gagnrýnir hann ýmsa liði frumvarpsins sem hann segir ekki tengjast faraldrinum með nokkrum hætti. Í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi sagði Trump björgunarpakkann vera til skammar og að hann væri fullur af bruðli. „Þetta kallast Covid-björgunarpakkinn en þetta hefur nánast ekkert með Covid að gera,“ sagði Trump. pic.twitter.com/v9Rdjz6DNu— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 „Fullt af pening“ í útlönd, lobbíista og sérhagsmuni Á meðal þess sem kveðið er á í pakkanum er 600 dollara eingreiðsla til flestra Bandaríkjamanna en Trump vill hækka þá greiðslu í 2000 dollara og tryggja að hún verði þá 4000 dollarar fyrir pör. „Þetta frumvarp kveður á um 85,5 milljónir dollara í aðstoð við Kambódíu, 134 milljónir dollara til Búrma, 1,3 milljarða dollara til Egyptalands og egypska hersins, sem mun fara og kaupa nánast bara rússneskan herbúnað, 25 milljónir dollara í lýðræðis- og jafnréttisverkefni í Pakistan og samtals 505 milljónir dollara til Belize, Kosta Ríka, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Níkaragva og Panama,“ sagði Trump. Hann sagði þingið þannig hafa fundið „fullt af pening fyrir útlönd, lobbíista og sérhagsmuni á meðan minnsta mögulega pening er varið í Bandaríkjamenn sem þurfa á fjármununum að halda. Þetta var ekki þeim að kenna heldur Kína.“ Kvaðst Trump ætla að biðja þingið um að breyta frumvarpinu og „henda út bruðli og öðru ónauðsynlegu.“ „Annars mun næsta ríkisstjórn þurfa að koma með Covid-björgunarpakka,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Um er að ræða efnahagsaðgerðir til að bregðast við þrengingum vegna faraldursins upp á 900 milljarða Bandaríkjadala. Bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem og öldungadeildin náðu saman um aðgerðirnar í vikunni eftir margra mánaða þref. Búist hafði verið við því að forsetinn myndi skrifa undir frumvarpið í gærkvöldi en nú krefst hann þess að breytingar verði gerðar á því og sú tala sem fara eigi til almennings verði hærri. Þá gagnrýnir hann ýmsa liði frumvarpsins sem hann segir ekki tengjast faraldrinum með nokkrum hætti. Í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi sagði Trump björgunarpakkann vera til skammar og að hann væri fullur af bruðli. „Þetta kallast Covid-björgunarpakkinn en þetta hefur nánast ekkert með Covid að gera,“ sagði Trump. pic.twitter.com/v9Rdjz6DNu— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 „Fullt af pening“ í útlönd, lobbíista og sérhagsmuni Á meðal þess sem kveðið er á í pakkanum er 600 dollara eingreiðsla til flestra Bandaríkjamanna en Trump vill hækka þá greiðslu í 2000 dollara og tryggja að hún verði þá 4000 dollarar fyrir pör. „Þetta frumvarp kveður á um 85,5 milljónir dollara í aðstoð við Kambódíu, 134 milljónir dollara til Búrma, 1,3 milljarða dollara til Egyptalands og egypska hersins, sem mun fara og kaupa nánast bara rússneskan herbúnað, 25 milljónir dollara í lýðræðis- og jafnréttisverkefni í Pakistan og samtals 505 milljónir dollara til Belize, Kosta Ríka, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Níkaragva og Panama,“ sagði Trump. Hann sagði þingið þannig hafa fundið „fullt af pening fyrir útlönd, lobbíista og sérhagsmuni á meðan minnsta mögulega pening er varið í Bandaríkjamenn sem þurfa á fjármununum að halda. Þetta var ekki þeim að kenna heldur Kína.“ Kvaðst Trump ætla að biðja þingið um að breyta frumvarpinu og „henda út bruðli og öðru ónauðsynlegu.“ „Annars mun næsta ríkisstjórn þurfa að koma með Covid-björgunarpakka,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira