Innlent

Kynningarefni frá Náttúruhamfaratryggingu á íslensku, pólsku og ensku

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á Seyðisfirði.
Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm

Náttúruhamfaratryggingu Íslands hefur borist hátt í 30 tilkynningar vegna tjóna í tengslum við aurskriðurnar á Seyðisfirði. Stofnunin segir mikilvægt að tilkynna öll tjón sem fyrst til að hægt sé að greina umfang þeirra og meta.

„Mikil áhersla hefur verið lögð á miðlun upplýsinga hjá NTÍ. Þar sem Seyðisfjörður er fjölþjóðlegt samfélag hefur verið útbúið sérstakt kynningarefni á íslensku, ensku og pólsku. Þar er farið yfir á hvaða forsendum vátryggingar NTÍ eru byggðar, hvernig standa skuli að tilkynningum um tjón og við hverju megi búast eftir að tilkynning hefur verið send inn,“ segir í tilkynningu frá Náttúruhamfaratryggingu.

Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×