Að vera tryggður en samt ekki Guðbrandur Einarsson skrifar 23. desember 2020 15:01 Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs. Á sínum tíma stóð Atvinnuleysistryggingasjóður einn og sér með talsvert eigið fé, en var síðan sogaður inn í ríkissjóð. Þannig varð um ýmsar sértekjur sem áttu að fjármagna ýmis sértæk verkefni s.s. uppbyggingu samgöngumannvirkja, hjúkrunarheimili og fl. Staðan í dag er því þannig að Atvinnuleysistryggingasjóður er nýttur í ýmis önnur verkefni en til greiðslu atvinnuleysisbóta. Mikið atvinnuleysi Atvinnuleysi á Íslandi er mikið, en þó mismikið eftir landshlutum. Á Suðurnesjum er atvinnuleysið komið yfir 20% og hafa margir verið lengi atvinnulausir. Þeirra bíður lítið annað en fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna þegar réttur til atvinnuleysisbóta hefur verið fullnýttur. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvatti nýverið ríkisstjórn til þess að lengja tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið til þess að bregðast við þessari erfiðu stöðu, en við því var ekki orðið, því miður. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Staða margra er því sú að þurfa að leita á náðir sveitarfélaga og óska eftir fjárhagsaðstoð, sem í öllum tilfellum er lægri en grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta og það hafa margir gagnrýnt. Upphæð fjárhagsaðstoðar í Reykjanesbæ er í dag kr. 152.000 en verður hækkuð um rúm 14% um áramót í kr.174.000. Það dugar þó hvergi nærri til. Hver á að greiða? Staðan er hins vegar þannig að flestir sem eru nú að leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, er fólk sem misst hefur vinnu sína. Réttur til atvinnuleysisbóta er í dag 30 mánuðir en var fyrir hrun 36 mánuðir og var þá lengdur í 50 mánuði til þess að bregðast við því ástandi sem þá var. Það að lengja bótaréttinn í 36 mánuði eins og hann var fyrir í hrun myndi breyta miklu. Stóra spurningin finnst mér hins vegar vera þessi: Hver á greiða fólki sem missir vinnu sína? Er það sveitarfélag sem hefur engan annan tekjustofn en útsvar til á nýta eða ríkissjóður sem hefur sértekjur af tryggingargjaldi til þess að fjármagna slíkt. Liggur svarið ekki í augum uppi? Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs. Á sínum tíma stóð Atvinnuleysistryggingasjóður einn og sér með talsvert eigið fé, en var síðan sogaður inn í ríkissjóð. Þannig varð um ýmsar sértekjur sem áttu að fjármagna ýmis sértæk verkefni s.s. uppbyggingu samgöngumannvirkja, hjúkrunarheimili og fl. Staðan í dag er því þannig að Atvinnuleysistryggingasjóður er nýttur í ýmis önnur verkefni en til greiðslu atvinnuleysisbóta. Mikið atvinnuleysi Atvinnuleysi á Íslandi er mikið, en þó mismikið eftir landshlutum. Á Suðurnesjum er atvinnuleysið komið yfir 20% og hafa margir verið lengi atvinnulausir. Þeirra bíður lítið annað en fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna þegar réttur til atvinnuleysisbóta hefur verið fullnýttur. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvatti nýverið ríkisstjórn til þess að lengja tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið til þess að bregðast við þessari erfiðu stöðu, en við því var ekki orðið, því miður. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Staða margra er því sú að þurfa að leita á náðir sveitarfélaga og óska eftir fjárhagsaðstoð, sem í öllum tilfellum er lægri en grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta og það hafa margir gagnrýnt. Upphæð fjárhagsaðstoðar í Reykjanesbæ er í dag kr. 152.000 en verður hækkuð um rúm 14% um áramót í kr.174.000. Það dugar þó hvergi nærri til. Hver á að greiða? Staðan er hins vegar þannig að flestir sem eru nú að leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, er fólk sem misst hefur vinnu sína. Réttur til atvinnuleysisbóta er í dag 30 mánuðir en var fyrir hrun 36 mánuðir og var þá lengdur í 50 mánuði til þess að bregðast við því ástandi sem þá var. Það að lengja bótaréttinn í 36 mánuði eins og hann var fyrir í hrun myndi breyta miklu. Stóra spurningin finnst mér hins vegar vera þessi: Hver á greiða fólki sem missir vinnu sína? Er það sveitarfélag sem hefur engan annan tekjustofn en útsvar til á nýta eða ríkissjóður sem hefur sértekjur af tryggingargjaldi til þess að fjármagna slíkt. Liggur svarið ekki í augum uppi? Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun