Tvær flugvélar ferja Íslendinga frá Alicante og enn laus sæti Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2020 11:13 Vélarnar tvær lenda á milli klukkan 22 og 22:30 í kvöld . Vísir/vilhelm Tvær flugvélar Icelandair munu fljúga frá Alicante til Íslands í kvöld. Enn eru sæti laus í annað flugið, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair. Í gær stóð til að ferja fólkið til landsins með stórri vél en nú hefur verið ákveðið að nýta tvær minni vélar og auka þannig sætaframboð. Vélarnar tvær lenda á milli klukkan 22 og 22:30 í kvöld en upplýsingar um flugáætlun dagsins má nálgast á vef Isavia. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum að um sé að ræða tvær Boeing 757 vélar. Vélarnar taka 183 farþega hvor um sig og enn voru laus 55 sæti í annað flugið nú í morgun. Fimmtán daga útgöngubann tók gildi á Spáni í morgun þar sem fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Greint var frá því í gær að mjög fljótt hefði orðið fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante í dag og því hefði verið ákveðið að auka sætaframboð, fyrst með því að fljúga með stærri flugvél. Þá kom jafnframt fram í gær að ágætlega hefði gengið að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Voru þá um 5.400 manns á skrá hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem enn voru staddir erlendis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Klárum þetta í júlí“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. 16. mars 2020 07:29 Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um kórónuveirusmit Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna gruns um kórónuveirusmit um borð í flugvél Icelandair. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og lenti klukkan hálf ellefu. 15. mars 2020 23:44 Fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante Flugfélagið hóf sölu á miðum fyrr í dag og voru miðarnir fljótir að seljast upp. 15. mars 2020 21:16 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Tvær flugvélar Icelandair munu fljúga frá Alicante til Íslands í kvöld. Enn eru sæti laus í annað flugið, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair. Í gær stóð til að ferja fólkið til landsins með stórri vél en nú hefur verið ákveðið að nýta tvær minni vélar og auka þannig sætaframboð. Vélarnar tvær lenda á milli klukkan 22 og 22:30 í kvöld en upplýsingar um flugáætlun dagsins má nálgast á vef Isavia. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum að um sé að ræða tvær Boeing 757 vélar. Vélarnar taka 183 farþega hvor um sig og enn voru laus 55 sæti í annað flugið nú í morgun. Fimmtán daga útgöngubann tók gildi á Spáni í morgun þar sem fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Greint var frá því í gær að mjög fljótt hefði orðið fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante í dag og því hefði verið ákveðið að auka sætaframboð, fyrst með því að fljúga með stærri flugvél. Þá kom jafnframt fram í gær að ágætlega hefði gengið að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Voru þá um 5.400 manns á skrá hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem enn voru staddir erlendis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Klárum þetta í júlí“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. 16. mars 2020 07:29 Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um kórónuveirusmit Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna gruns um kórónuveirusmit um borð í flugvél Icelandair. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og lenti klukkan hálf ellefu. 15. mars 2020 23:44 Fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante Flugfélagið hóf sölu á miðum fyrr í dag og voru miðarnir fljótir að seljast upp. 15. mars 2020 21:16 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Klárum þetta í júlí“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. 16. mars 2020 07:29
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um kórónuveirusmit Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna gruns um kórónuveirusmit um borð í flugvél Icelandair. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og lenti klukkan hálf ellefu. 15. mars 2020 23:44
Fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante Flugfélagið hóf sölu á miðum fyrr í dag og voru miðarnir fljótir að seljast upp. 15. mars 2020 21:16