Lífið

Björgólfur og Guy Ritchie njóta lífsins í svissnesku Ölpunum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
David Beckham, Guy Ritchie og Björgólfur Thor eru fínir félagar. Beckham virðist þó ekki hafa verið með í för að þessu sinni.
David Beckham, Guy Ritchie og Björgólfur Thor eru fínir félagar. Beckham virðist þó ekki hafa verið með í för að þessu sinni. Getty

Svo virðist sem lífið hafi leikið við þá Björgólf Thor Björgólfsson og Guy Ritchie og eiginkonur þeirra Kristínu Ólafsdóttur og Jacqui Ainsley, í skíðaparadísinni St. Moritz í Sviss á dögunum.

Breski miðillinn Daily Mail birtir á vef sínum í dag myndir af þeim í góðu yfirlæti í Svissnesku Ölpunum. Skíðasvæðið sem um ræðir þykir einstaklega fínt og er þekkt fyrir lúxus. Kvikmyndagerðamaðurinn Guy Ritchie hefur þó ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu en innbrotsþjófar brutust inn á heimili hans í London fyrr í þessum mánuði.

Vinahjónin snæddu saman á veröndinni utan við einn fínasta veitingastaðinn í bænum með útsýni yfir snævi þaktar skíðabrekkurnar. Samkvæmt lögum í Sviss er fólki óheimilt að borða á veitingastöðum er tilheyra einstaka skíðasvæðum án þess að vera þar innritaðir gestir að því er fram kemur í frétt Daily Mail.

Heimildarmaður vefútgáfu Daily Mail segir að sjálfur sé Guy Ritchie gestur á Badrutt Palace Hótelinu en hann hafi bókað herbergi á umræddu skíðasvæði til þess eins að vinahjónin gætu borðað saman á veitingahúsinu. Af því er ráða má af myndunum sem birtar eru í frétt Daily Mail fór afar vel á með þeim vinahjónum sem þau nutu tilverunnar í St. Mortiz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.