Erlent

Þurfa í sýna­töku fyrir brott­för til Banda­ríkjanna

Sylvía Hall skrifar
Nýja afbrigðið í Bretlandi hefur leitt til þess að ýmis ríki hafa sett takmarkanir á ferðalög frá landinu.
Nýja afbrigðið í Bretlandi hefur leitt til þess að ýmis ríki hafa sett takmarkanir á ferðalög frá landinu. Getty/Chris Ratcliffe

Allir farþegar frá Bretlandi þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku til þess að geta ferðast til Bandaríkjanna. Er þetta gert vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi að undanförnu, en það er talið mun meira smitandi en önnur.

Sýnatakan þarf að fara fram innan 72 klukkustunda fyrir brottför, eða þremur sólarhringum fyrr. Niðurstöðunni er svo skilað til þess flugfélags sem farþegar ferðast með.

Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna tilkynnti þetta í gær. Áður höfðu þó flugfélögin Delta og United Airlines tilkynnt að farþegar þyrftu að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku eftir að New York-borg gerði kröfu um að ferðamenn færu í sóttkví eftir alþjóðleg ferðalög.  

Afbrigðið sem um ræðir er talið sjötíu prósent meira smitandi en önnur. Ekkert bendir þó til þess að þeir sem sýkjast verði veikari en aðrir. 

Yfirvöld í Bretlandi hafa gripið til harðari aðgerða vegna þessa yfir hátíðirnar, en afbrigðið hefur breiðst út á miklum hraða í Lundúnaborg. 

Fleiri ríki hafa gripið til takmarkanna vegna afbrigðisins. Mörg Evrópuríki hafa takmarkað eða bannað samgöngur frá Bretlandi, nú síðast Svíþjóð og Frakkland. Síðustu helgi var tilkynnt að flugi til Belgíu og Hollands hefði verið aflýst og var lestum frá Bretlandi bannað að koma til Belgíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×