Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 11:48 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. Líkt og fjallað var um í fjölmiðlum í gær hefur Bjarni sætt mikilli gagnrýni vegna málsins enda voru í samkvæminu mun fleiri saman komnir en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir og sóttvörunum ábótavant. „Á aðfangadag rigndi gagnrýni yfir Bjarna Benediksson, forystumann í stjórnmálum, sem var gripinn af lögreglu við að brjóta strangar reglur um samkomutakmarkanir,“ segir ennfremur í frétt B.T. þar sem vitnað er í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið og málsatvikum lýst. Þá er einnig vitnað í Facebook-færslu Jóns Magnúsar Jóhannessonar læknis sem er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ráðherrann og kallar eftir tafarlausri afsögn hans. Sömuleiðis er vitnað í gagnrýni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þá fylgir fréttinni dönsk þýðing á Facebook-færslu Bjarna frá því í gær þar sem hann biðst afsökunar á málinu. B.T. er ekki eini norræni fjölmiðillinn sem fjallar um málið í dag en það gerir norska blaðið VG til að mynda einnig. „Íslenska lögreglan stöðvaði á Þorláksmessu samkvæmi þar sem á milli 40 og 50 manns voru saman komnir sem fól í sér brot á sóttvarnareglum. Í veislunni var einnig ráðherra í íslensku ríkisstjórninni,“ segir í frétt VG. Finnska blaðið Iltalehti fjallar einnig um málið þar sem meðal annars er vitnað í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem segir það afar slæmt þegar ráðamenn fylgi ekki settum reglum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Líkt og fjallað var um í fjölmiðlum í gær hefur Bjarni sætt mikilli gagnrýni vegna málsins enda voru í samkvæminu mun fleiri saman komnir en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir og sóttvörunum ábótavant. „Á aðfangadag rigndi gagnrýni yfir Bjarna Benediksson, forystumann í stjórnmálum, sem var gripinn af lögreglu við að brjóta strangar reglur um samkomutakmarkanir,“ segir ennfremur í frétt B.T. þar sem vitnað er í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið og málsatvikum lýst. Þá er einnig vitnað í Facebook-færslu Jóns Magnúsar Jóhannessonar læknis sem er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ráðherrann og kallar eftir tafarlausri afsögn hans. Sömuleiðis er vitnað í gagnrýni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þá fylgir fréttinni dönsk þýðing á Facebook-færslu Bjarna frá því í gær þar sem hann biðst afsökunar á málinu. B.T. er ekki eini norræni fjölmiðillinn sem fjallar um málið í dag en það gerir norska blaðið VG til að mynda einnig. „Íslenska lögreglan stöðvaði á Þorláksmessu samkvæmi þar sem á milli 40 og 50 manns voru saman komnir sem fól í sér brot á sóttvarnareglum. Í veislunni var einnig ráðherra í íslensku ríkisstjórninni,“ segir í frétt VG. Finnska blaðið Iltalehti fjallar einnig um málið þar sem meðal annars er vitnað í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem segir það afar slæmt þegar ráðamenn fylgi ekki settum reglum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira