Innlent

Höfðu af­skipti af helgi­haldi í Landa­kots­kirkju

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögregla taldi yfir hundrað manns í heildina.
Lögregla taldi yfir hundrað manns í heildina. Vísir/Vilhelm

Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is.

David segir við mbl.is að lögreglan hafi gefið þeim leiðbeiningar um hvernig betur mætti standa að sóttvörnum við helgihald í kirkjunni.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöldi um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðbæ Reykjavíkur.

Þegar lögreglu bar að garði taldi hún um það bil fimmtíu manns ganga frá kirkjunni.

Þegar inn í kirkjuna var komið voru fleiri þar saman komnir samkvæmt dagbók lögreglu. Telur lögregla að um sjötíu til áttatíu hafi verið inni, bæði börn og fullorðnir, og ekki allir með andlitsgrímur. 

Vísir

Einn sprittbrúsi var innandyra og ómögulegt að tryggja tveggja metra reglu samkvæmt lögreglu.

Þegar lögregla mætti á vettvang ræddi hún við sóknarprestinn og benti á hvað mætti betur fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×