Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Sylvía Hall skrifar 27. desember 2020 08:00 Emilie Repikova, hermaður úr seinni heimstyrjiöld, fær einn af fyrstu skömmtum í Tékklandi. Fyrstu bólusetningar í mörgum aðildarríkjum verða framkvæmdar á hjúkrunarheimilum í því skyni að vernda viðkvæmustu hópana. EPA/MARTIN DIVISEK Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir daginn vera hjartnæmt augnablik sem beri vott um samstöðu. Nú sjái heimsbyggðin fyrir endann á erfiðu ári þar sem bóluefni hefði verið tryggt, einnig fyrir þau ríki sem stæðu utan Evrópusambandsins en væru aðilar að EES-samningnum. „Við höfum einnig tryggt bóluefni fyrir EES-nágranna okkar, til að mynda Ísland og Noreg. Bólusetningar munu hjálpa okkur að fá okkar eðlilega líf til baka hægt og rólega. Þegar nógu margir hafa verið bólusettir getum við byrjað að ferðast, hitt vini okkar og fjölskyldu,“ sagði von der Leyen í myndbandi sem birt var í gær. Today, we start turning the page on a difficult year. The #COVID19 vaccine has been delivered to all EU countries. Vaccination will begin tomorrow across the EU.The #EUvaccinationdays are a touching moment of unity. Vaccination is the lasting way out of the pandemic. pic.twitter.com/pYOj5vS2gV— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 26, 2020 Bólusetningarnar innan Evrópusambandsins er umfangsmikið verkefni, en alls búa 446 milljónir í þeim löndum sem eiga aðild að sambandinu. Yfir fjórtán milljónir þeirra hafa nú þegar greinst með kórónuveiruna og rúmlega 335 þúsund látið lífið af völdum veirunnar. Þá var afhendingu bóluefnisins fagnað af einum flugmanni sem flaug yfir suðurhluta Þýskalands í gær, þar sem hann myndaði sprautu í loftinu yfir Þýskalandi sem mátti sjá á flugradar. Flugmaður fagnaði afhendingu bóluefnis á táknrænan hátt.Flightradar24 Evrópusambandið hefur nú þegar tryggt um tvo milljarða skammta af bóluefni frá hinum ýmsu framleiðendum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrsta afhending inniheldur bóluefni Pfizer sem framleitt er í verksmiðju lyfjaframleiðandans í Belgíu. Á Íslandi er stefnt að því að efnið komi til landsins á mánudag og að bólusetningar hefjist á þriðjudag. Öll lönd fá tíu þúsund skammta til að byrja með, sem dugar til að bólusetja fimm þúsund manns. Búist er við að Ísland muni fá 3 til 4 þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Nú þegar bólusetning er að hefjast hefur verið greint frá nýju afbrigði, sem hingað til hefur verið kennt við Bretland. Afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi, þó ekkert bendi til þess að veikindi vegna þess séu alvarlegri eða að bóluefni virki ekki gegn því. Afbrigðið hefur fundist í Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Danmörku, Hollandi sem og í Ástralíu og Japan en öll tilfelli má rekja til ferðalanga frá Bretlandi. Þá hefur það tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, nú síðast 20. desember síðastliðinn. Evrópusambandið Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26. desember 2020 11:37 Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir daginn vera hjartnæmt augnablik sem beri vott um samstöðu. Nú sjái heimsbyggðin fyrir endann á erfiðu ári þar sem bóluefni hefði verið tryggt, einnig fyrir þau ríki sem stæðu utan Evrópusambandsins en væru aðilar að EES-samningnum. „Við höfum einnig tryggt bóluefni fyrir EES-nágranna okkar, til að mynda Ísland og Noreg. Bólusetningar munu hjálpa okkur að fá okkar eðlilega líf til baka hægt og rólega. Þegar nógu margir hafa verið bólusettir getum við byrjað að ferðast, hitt vini okkar og fjölskyldu,“ sagði von der Leyen í myndbandi sem birt var í gær. Today, we start turning the page on a difficult year. The #COVID19 vaccine has been delivered to all EU countries. Vaccination will begin tomorrow across the EU.The #EUvaccinationdays are a touching moment of unity. Vaccination is the lasting way out of the pandemic. pic.twitter.com/pYOj5vS2gV— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 26, 2020 Bólusetningarnar innan Evrópusambandsins er umfangsmikið verkefni, en alls búa 446 milljónir í þeim löndum sem eiga aðild að sambandinu. Yfir fjórtán milljónir þeirra hafa nú þegar greinst með kórónuveiruna og rúmlega 335 þúsund látið lífið af völdum veirunnar. Þá var afhendingu bóluefnisins fagnað af einum flugmanni sem flaug yfir suðurhluta Þýskalands í gær, þar sem hann myndaði sprautu í loftinu yfir Þýskalandi sem mátti sjá á flugradar. Flugmaður fagnaði afhendingu bóluefnis á táknrænan hátt.Flightradar24 Evrópusambandið hefur nú þegar tryggt um tvo milljarða skammta af bóluefni frá hinum ýmsu framleiðendum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrsta afhending inniheldur bóluefni Pfizer sem framleitt er í verksmiðju lyfjaframleiðandans í Belgíu. Á Íslandi er stefnt að því að efnið komi til landsins á mánudag og að bólusetningar hefjist á þriðjudag. Öll lönd fá tíu þúsund skammta til að byrja með, sem dugar til að bólusetja fimm þúsund manns. Búist er við að Ísland muni fá 3 til 4 þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Nú þegar bólusetning er að hefjast hefur verið greint frá nýju afbrigði, sem hingað til hefur verið kennt við Bretland. Afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi, þó ekkert bendi til þess að veikindi vegna þess séu alvarlegri eða að bóluefni virki ekki gegn því. Afbrigðið hefur fundist í Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Danmörku, Hollandi sem og í Ástralíu og Japan en öll tilfelli má rekja til ferðalanga frá Bretlandi. Þá hefur það tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, nú síðast 20. desember síðastliðinn.
Evrópusambandið Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26. desember 2020 11:37 Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26. desember 2020 11:37
Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30
Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent