Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Birgir Olgeirsson skrifar 27. desember 2020 12:38 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. Þórólfur og Kári munu funda saman með fulltrúum Pfizer eftir helgi um að Ísland verði notuð undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. „Við erum að tala að við viljum bólusetja sem flesta og erum búin að kaupa bóluefni fyrir rúmlega þjóðina. En við erum óánægð með að þurfa að bíða eftir bóluefni fram eftir öllu ári. Þetta er aðferð til að fá bóluefni fyrir flesta sem fyrst eins og við ætluðum að gera. Ef við Pfizer samþykkir að gera þessa rannsókn hér á landi mun það taka skemmri tíma,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að stefnt sé að því að bólusetja alla þjóðina við kórónuveirunni, þá skipti ekki máli hvort um sé að ræða almenna bólusetningu hér á landi eða lokarannsókn Pfizer á bóluefninu. „Þetta hefur ekki með neina tilraun að gera, við erum í þeim sporum að reyna að bólusetja alla til að komast út úr þessu Covid ástandi. Menn eru að snúa þessu upp í eitthvað mjög sérkennilegt. Þetta er það sem við hefðum gert hvort sem var. Þegar við byrjum að bólusetja fylgjumst við með verkun bóluefnisins. Hvort þeir sem eru bólusettir séu verndaðir. Hvað gerist með veiruna hérna innanlands? Hvað gerist með hana á landamærunum? Sjáum við aukaverkanir af bólusetningum. Við þurfum að fylgjast vel með því burt séð frá því hvort við köllum það rannsókn eða ekki. Við söfnum sömu upplýsingunum hvort sem við köllum þetta rannsókn eða ekki rannsókn. Eini munurinn er sá að við myndum ná að bólusetja þjóðina mörgum sinnum fyrr en ella,“ segir Þórólfur. Bretar stefna að því að byrja að nota bóluefni Astrazeneca við kórónuveirunni fjórða janúar næstkomandi, en búist er við að heilbrigðisyfirvöld þar í landi veiti bóluefninu leyfi á næstunni. Spurður hvort komi til greina að leita til Astrazenca um að gera lokarannsókn hér á landi til að fá bóluefni sem fyrst, ef Pfizer segir nei, segir Þórólfur það vera síðri kost en að leita til Pfizer. „Það er mjög erfitt að gera það þegar við erum ekki með markaðsleyfi fyrir Astrazeneca bóluefnið, það er ekki komið. Rannsóknir á Astrazeneca bóluefninu sýndu að það var ekki eins virkt og Pfizer-bóluefnið. Ef við náum samningum við Pfizer um þetta væri það mjög ákjósanlegur kostur. Annars þyrftum við að bíða eftir markaðssetningu á Astrazeneca og semja við Astrazeneca um samskonar rannsókn. Ég er ekki endilega viss um að það væri skynsamlegt. Ef okkur býðst þetta Pfizer-bóluefni eins og þetta upplegg sem við erum að hugsa þá væri það besti kosturinn fyrir okkur.“ Moderna-bóluefnið er hins vegar komið með leyfi í Bandaríkjunum og hefur svipaða virkni og Pfizer. Þórólfur bendir þó á að samkvæmt samningi við Evrópusambandið þá sé ekki áætlað að Moderna komi með eins marga skammta til Evrópu eins og Pfizer. Ef viðræðurnar við Pfizer ganga ekki upp sé þó í myndinni að leita til annarra framleiðenda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þórólfur og Kári munu funda saman með fulltrúum Pfizer eftir helgi um að Ísland verði notuð undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. „Við erum að tala að við viljum bólusetja sem flesta og erum búin að kaupa bóluefni fyrir rúmlega þjóðina. En við erum óánægð með að þurfa að bíða eftir bóluefni fram eftir öllu ári. Þetta er aðferð til að fá bóluefni fyrir flesta sem fyrst eins og við ætluðum að gera. Ef við Pfizer samþykkir að gera þessa rannsókn hér á landi mun það taka skemmri tíma,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að stefnt sé að því að bólusetja alla þjóðina við kórónuveirunni, þá skipti ekki máli hvort um sé að ræða almenna bólusetningu hér á landi eða lokarannsókn Pfizer á bóluefninu. „Þetta hefur ekki með neina tilraun að gera, við erum í þeim sporum að reyna að bólusetja alla til að komast út úr þessu Covid ástandi. Menn eru að snúa þessu upp í eitthvað mjög sérkennilegt. Þetta er það sem við hefðum gert hvort sem var. Þegar við byrjum að bólusetja fylgjumst við með verkun bóluefnisins. Hvort þeir sem eru bólusettir séu verndaðir. Hvað gerist með veiruna hérna innanlands? Hvað gerist með hana á landamærunum? Sjáum við aukaverkanir af bólusetningum. Við þurfum að fylgjast vel með því burt séð frá því hvort við köllum það rannsókn eða ekki. Við söfnum sömu upplýsingunum hvort sem við köllum þetta rannsókn eða ekki rannsókn. Eini munurinn er sá að við myndum ná að bólusetja þjóðina mörgum sinnum fyrr en ella,“ segir Þórólfur. Bretar stefna að því að byrja að nota bóluefni Astrazeneca við kórónuveirunni fjórða janúar næstkomandi, en búist er við að heilbrigðisyfirvöld þar í landi veiti bóluefninu leyfi á næstunni. Spurður hvort komi til greina að leita til Astrazenca um að gera lokarannsókn hér á landi til að fá bóluefni sem fyrst, ef Pfizer segir nei, segir Þórólfur það vera síðri kost en að leita til Pfizer. „Það er mjög erfitt að gera það þegar við erum ekki með markaðsleyfi fyrir Astrazeneca bóluefnið, það er ekki komið. Rannsóknir á Astrazeneca bóluefninu sýndu að það var ekki eins virkt og Pfizer-bóluefnið. Ef við náum samningum við Pfizer um þetta væri það mjög ákjósanlegur kostur. Annars þyrftum við að bíða eftir markaðssetningu á Astrazeneca og semja við Astrazeneca um samskonar rannsókn. Ég er ekki endilega viss um að það væri skynsamlegt. Ef okkur býðst þetta Pfizer-bóluefni eins og þetta upplegg sem við erum að hugsa þá væri það besti kosturinn fyrir okkur.“ Moderna-bóluefnið er hins vegar komið með leyfi í Bandaríkjunum og hefur svipaða virkni og Pfizer. Þórólfur bendir þó á að samkvæmt samningi við Evrópusambandið þá sé ekki áætlað að Moderna komi með eins marga skammta til Evrópu eins og Pfizer. Ef viðræðurnar við Pfizer ganga ekki upp sé þó í myndinni að leita til annarra framleiðenda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira