Erlent

Kín­versk blaða­kona dæmd fyrir um­fjöllun um á­standið í Wu­han

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Zhang Zhan var handtekin í maí síðastliðinn.
Zhang Zhan var handtekin í maí síðastliðinn. Getty

Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla.

Zhang var sakfelld fyrir að stofna til deilna og vandræða eins og það er orðað í dóminum en slíkar ástæður eru oft notaðar í Kína þegar andófsfólk er dæmt í fangelsi. 

Zhang er 37 ára gömul og fyrrverandi lögfræðingur og var á meðal þeirra fyrstu sem vakti athygli á ástandinu í Wuhan, en lengi vel vildu kínversk yfirvöld lítið kannast við að nokkuð væri að í borginni. 

Hún var handtekin í maímánuði og hefur verið í hungurverkfalli í fangelsinu. Lögfræðingar hennar segja hana við slæma heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×