Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2020 09:40 Bólusetningin gekk ljómandi vel í morgun. Vísir/Vilhelm Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. Það voru þau Kristina Elizondo, sjúkraliði á gjörgæsludeild, Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild, Elías Eyþórsson, sérnámslæknir í lyflækningum, og Thelma Guðrún Jónsdóttir, aðstoðarmaður á bráðamóttöku, sem fengu fyrstu bólusetninguna. „Þetta var lítið mál“, sagði Kristina eftir að hafa fengið sprautuna en hún varð fyrst hér á landi til þess að verða bólusett gegn Covid-19. Kristín var næst, því næst Eyþór og að lokum Thelma, en allt í allt tók bólusetningin um þrjátíu sekúndur. Fjórmenningarnir sem fengu fyrsti bólusetninguna. Kristina Elizondo lengst til vinstri, því næst Kristín Gunnarsdóttir, Elías Eyþórsson og Thelma Guðrún Jónsdóttir lengst til hægri.Almannavarnir „Þetta var nú ekki lengi gert,“ sagði Alma Möller landlæknir að lokinni bólusetningunni. „Hálfnað verk þá hafið er.“ Hvöttu landsmenn alla til að mæta í bólusetningu þegar kallið kemur Fjórmenningarnir þurfa svo að mæta aftur í bólusetningu eftir um þrjár vikur til þess að fá seinni skammtinn, en bóluefni Pfizer kemur í tveimur skömmtum. „Nei alls ekki,“ svöruðu þau öll nánast í kór þegar þau voru spurð að því hvort að það hafi verið vont að fá sprautuna. Þau virtust öll vera mjög þakklát fyrir að hafa fengið bólusetningu og hvöttu þau landsmenn alla til þess að þiggja bólusetningu þegar röðin kemur að hverjum og einum. Eyþór benti einnig á að það væri eðlilegt að vera smeykur við að vera sprautaður en hann hvatti landsmenn sérstaklega til að vega og meta kosti og galla við að fá bólusetninguna. Í þessu tilviki væri mun skynsamlegar og mun meiri vörn í því að fá bólusetningu, fremur en að eiga á hættu að fá Covid-19 síðar meir. Bólusetningin sjálf tók skamma stund.Almannavarnir Fólk gæti orðið verulega veikt af Covid-19 en engin slík áhætta væri fyrir hendi vegna bóluefnisins. Undir þetta tóku viðstaddir. „Þetta var bara ekkert mál, ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði Kristina til þess að undirstrika að bólusetningin sjálf væri ekkert til þess að vera hræddur eða hrædd við. Hér má sjá upptöku frá bólusetningarviðburðinum. Þar fyrir neðan má sjá framvindu bólusetningarinnar í beinni textalýsingu.
Það voru þau Kristina Elizondo, sjúkraliði á gjörgæsludeild, Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild, Elías Eyþórsson, sérnámslæknir í lyflækningum, og Thelma Guðrún Jónsdóttir, aðstoðarmaður á bráðamóttöku, sem fengu fyrstu bólusetninguna. „Þetta var lítið mál“, sagði Kristina eftir að hafa fengið sprautuna en hún varð fyrst hér á landi til þess að verða bólusett gegn Covid-19. Kristín var næst, því næst Eyþór og að lokum Thelma, en allt í allt tók bólusetningin um þrjátíu sekúndur. Fjórmenningarnir sem fengu fyrsti bólusetninguna. Kristina Elizondo lengst til vinstri, því næst Kristín Gunnarsdóttir, Elías Eyþórsson og Thelma Guðrún Jónsdóttir lengst til hægri.Almannavarnir „Þetta var nú ekki lengi gert,“ sagði Alma Möller landlæknir að lokinni bólusetningunni. „Hálfnað verk þá hafið er.“ Hvöttu landsmenn alla til að mæta í bólusetningu þegar kallið kemur Fjórmenningarnir þurfa svo að mæta aftur í bólusetningu eftir um þrjár vikur til þess að fá seinni skammtinn, en bóluefni Pfizer kemur í tveimur skömmtum. „Nei alls ekki,“ svöruðu þau öll nánast í kór þegar þau voru spurð að því hvort að það hafi verið vont að fá sprautuna. Þau virtust öll vera mjög þakklát fyrir að hafa fengið bólusetningu og hvöttu þau landsmenn alla til þess að þiggja bólusetningu þegar röðin kemur að hverjum og einum. Eyþór benti einnig á að það væri eðlilegt að vera smeykur við að vera sprautaður en hann hvatti landsmenn sérstaklega til að vega og meta kosti og galla við að fá bólusetninguna. Í þessu tilviki væri mun skynsamlegar og mun meiri vörn í því að fá bólusetningu, fremur en að eiga á hættu að fá Covid-19 síðar meir. Bólusetningin sjálf tók skamma stund.Almannavarnir Fólk gæti orðið verulega veikt af Covid-19 en engin slík áhætta væri fyrir hendi vegna bóluefnisins. Undir þetta tóku viðstaddir. „Þetta var bara ekkert mál, ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði Kristina til þess að undirstrika að bólusetningin sjálf væri ekkert til þess að vera hræddur eða hrædd við. Hér má sjá upptöku frá bólusetningarviðburðinum. Þar fyrir neðan má sjá framvindu bólusetningarinnar í beinni textalýsingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. 28. desember 2020 23:14 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. 28. desember 2020 23:14