„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2020 11:28 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs á 150. og síðasta upplýsingafundi almannavarna á árinu. Sjö greindust með kórónuveiruna í gær. Einungis tveir af þeim sjö sem greindust voru í sóttkví. Þetta eru heldur fleiri en síðustu daga sagði Þórólfur sem telur þó að faraldurinn sé í lægð. „Faraldurinn er áfram í nokkurri lægð undanfarið og verður það vonandi áfram,“ sagði Þórólfur. Hann benti þó á að færri sýni hafi verið tekin yfir jóladagana sem kunni að skýra færri greiningar yfir jólin. Þó sé það jákvætt að hlutfall þeirra sem greinast með jákvætt sýni eftir einkennasýnatöku sé lágt, aðeins 0,6 prósent, en það hafi hæst farið í fimm prósent fyrir nokkrum vikum. Þrettán greinst með breska afbrigðið Uppistaðan af þeim sem greinast er hinn svokallaði blái stofn, en þó nokkur fjöldi hafi greinst á landamærunum með breska afbrigðið svokallaða, sem talið er vera meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Á landamærunum greindust ellefu einstaklingar með breska afbrigðið,“ sagði Þórólfur. Af þeim hafi tíu komið frá Bretlandi og einn frá Danmörku. Þrettán hafa greinst með breska afbrigðið og er það heldur fleiri en í öðrum löndum. Benti hann þó á að hér færi hvert einasta sýni sent í raðgreiningu en þetta hlutfall væri aðeins 10-20 prósent í öðrum löndum. 100% af öllum greiningum fara hér í raðgreiningu, 10-20 í öðrum löndum. Sést eftir eina til tvær vikur hvort jóla- og áramótahald skili aukningu Þórólfur fagnaði því einnig að bólusetningar væru hafnar hér á landi og benti á að reglugerð um sóttvarnaraðgerðir gilti til 12. janúar, vonir stæðu til að hægt væri að slaka eitthvað á þeim næst, en það færi eftir því hvernig staðan væri á faraldrinum. Benti hann einnig á að ein til tvær vikur væru í það að hvort að aukning yrði á smitum vegna jóla- og áramótahalds. Hvatti hann landsmenn alla til að sinna áfram sóttvörnum, þetta væri ekki búið, en sú staðreynd að bólusetning væri hafin gæfi mögulega til kynna að mannkynið gæti náð yfirhöndinni gegn Covid-19. „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs á 150. og síðasta upplýsingafundi almannavarna á árinu. Sjö greindust með kórónuveiruna í gær. Einungis tveir af þeim sjö sem greindust voru í sóttkví. Þetta eru heldur fleiri en síðustu daga sagði Þórólfur sem telur þó að faraldurinn sé í lægð. „Faraldurinn er áfram í nokkurri lægð undanfarið og verður það vonandi áfram,“ sagði Þórólfur. Hann benti þó á að færri sýni hafi verið tekin yfir jóladagana sem kunni að skýra færri greiningar yfir jólin. Þó sé það jákvætt að hlutfall þeirra sem greinast með jákvætt sýni eftir einkennasýnatöku sé lágt, aðeins 0,6 prósent, en það hafi hæst farið í fimm prósent fyrir nokkrum vikum. Þrettán greinst með breska afbrigðið Uppistaðan af þeim sem greinast er hinn svokallaði blái stofn, en þó nokkur fjöldi hafi greinst á landamærunum með breska afbrigðið svokallaða, sem talið er vera meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Á landamærunum greindust ellefu einstaklingar með breska afbrigðið,“ sagði Þórólfur. Af þeim hafi tíu komið frá Bretlandi og einn frá Danmörku. Þrettán hafa greinst með breska afbrigðið og er það heldur fleiri en í öðrum löndum. Benti hann þó á að hér færi hvert einasta sýni sent í raðgreiningu en þetta hlutfall væri aðeins 10-20 prósent í öðrum löndum. 100% af öllum greiningum fara hér í raðgreiningu, 10-20 í öðrum löndum. Sést eftir eina til tvær vikur hvort jóla- og áramótahald skili aukningu Þórólfur fagnaði því einnig að bólusetningar væru hafnar hér á landi og benti á að reglugerð um sóttvarnaraðgerðir gilti til 12. janúar, vonir stæðu til að hægt væri að slaka eitthvað á þeim næst, en það færi eftir því hvernig staðan væri á faraldrinum. Benti hann einnig á að ein til tvær vikur væru í það að hvort að aukning yrði á smitum vegna jóla- og áramótahalds. Hvatti hann landsmenn alla til að sinna áfram sóttvörnum, þetta væri ekki búið, en sú staðreynd að bólusetning væri hafin gæfi mögulega til kynna að mannkynið gæti náð yfirhöndinni gegn Covid-19. „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40