Tónlist

Sendu inn óska­lag: Streymis­tón­leikar Snigla­bandsins í Gamla Bíói

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Sniglabandið er sífellt að prófa nýja hluti, það nýjasta eru tónleikar í beinu streymi þar sem hægt er að biðja um óskalög í gegnum Zoom. Í hlekknum neðar í greininni má skrá sig inn á Zoom fundinn.
Sniglabandið er sífellt að prófa nýja hluti, það nýjasta eru tónleikar í beinu streymi þar sem hægt er að biðja um óskalög í gegnum Zoom. Í hlekknum neðar í greininni má skrá sig inn á Zoom fundinn.

Streymistónleikar Sniglabandsins í Gamla bíói hefjast klukkan 20, hér neðar í fréttinni og á Stöð 2 Vísi í myndlyklum. Hljómsveitin hefur opnað á beiðnir um óskalög á Zoom.

Óskaband þjóðarinnar, Sniglabandið, fagnar 35 ára afmæli sínu um þessar mundir. Þeir kumpánar eru sífellt að prófa nýja hluti og ætla að kveðja þetta frábæra ár með bombu í beinni í kvöld. Leikin verða óskalög fyrir áhorfendur í beinu streymi úr Gamla bíói og er öllum frjálst að biðja um sín uppáhaldslög gegnum Zoom. 

Til þess að biðja um óskalag þarftu að skrá þig inn á Zoom fundinn sem má nálgast með því að smella hér.

Klippa: Sniglabandið í Gamla Bíói

Sniglabandið var stofnað árið 1985 og hefur frá upphafi verið í hópi athyglisverðustu hljómsveita landsins, sífellt á höttunum eftir því nýja og óvænta. Flestir ættu að muna eftir útvarpsþáttum þeirra þar sem allt var látið flakka. Nú verður allt í mynd, bæði þeir félagarnir, þeir sem hringja inn og þær óvæntu uppákomur sem Sniglabandið er þekkt fyrir.

Útsendingin hefst eins og áður segir klukkan 20 og verður öllum opin í streymi hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×