Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2020 16:31 Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona máttu þola sitt fyrsta tap í 15 mánuði í gærkvöld. EPA-EFE/MARTIN ZIEMER Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. Leikur gærdagsins var í raun úrslitaleikur síðustu leiktíðar. Illa gekk að koma útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í gang vegna frestanna sökum kórónufaraldursins. Því var brugðið á það ráð að tvö efstu liðin úr sitt hvorum riðlinum færu saman í undanúrslit [e. Final four]. Barcelona lagði Paris Saint-Germain í undanúrslitum á meðan Kiel lagði Veszprém. Barcelona mætti því Kiel í úrslitum í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi. Þar höfðu báðir undanúrslitaleikirnir einnig farið fram. Úrslitaleiknum lauk með fimm marka sigri Kiel, 33-28. Var þetta fjórði sigur Kiel í Meistaradeildinni en sá fyrsti frá árinu 2012. Aron skoraði eitt mark í leiknum ásamt því að leggja upp önnur fimm. They were the first team to lift the 'arm' trophy and now they're the last - it's @thw_handball! #ehffinal4 #ehfcl pic.twitter.com/IJ8URet4Ts— EHF Champions League (@ehfcl) December 29, 2020 Þjóðverjarnir voru mun betri aðilinn nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið. Voru þeir fyrsta liðið til að leggja Börsunga af velli síðan Aron og félagar töpuðu gegn Pick Szeged í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í september á síðasta ári. Alls eru því liðnir tæpir 15 mánuðir síðan Barcelona tapaði síðast leik en liðið tapar einfaldlega ekki leik í spænsku úrvalsdeildinni. Var það eina tap Börsunga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Alls unnu þeir 13 af þeim 14 leikjum sem þeir spiluðu. Til samanburðar vann Kiel aðeins níu, gerði tvö jafntefli og tapaði þremur í B-riðli. Barcelona hefur leikið átta leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og unnið þá alla. Kiel er á sama tíma í 5. sæti sama riðils með þrjá sigra, tvö jafntefli og fimm töp eftir átta leiki. Ef Börsungar fara aftur 15 mánuði án þess að tapa er ljóst að þeir vinna Meistaradeildina en úrslitaleikur núverandi tímabils fer fram í júní 2021. Handbolti Tengdar fréttir Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Leikur gærdagsins var í raun úrslitaleikur síðustu leiktíðar. Illa gekk að koma útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í gang vegna frestanna sökum kórónufaraldursins. Því var brugðið á það ráð að tvö efstu liðin úr sitt hvorum riðlinum færu saman í undanúrslit [e. Final four]. Barcelona lagði Paris Saint-Germain í undanúrslitum á meðan Kiel lagði Veszprém. Barcelona mætti því Kiel í úrslitum í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi. Þar höfðu báðir undanúrslitaleikirnir einnig farið fram. Úrslitaleiknum lauk með fimm marka sigri Kiel, 33-28. Var þetta fjórði sigur Kiel í Meistaradeildinni en sá fyrsti frá árinu 2012. Aron skoraði eitt mark í leiknum ásamt því að leggja upp önnur fimm. They were the first team to lift the 'arm' trophy and now they're the last - it's @thw_handball! #ehffinal4 #ehfcl pic.twitter.com/IJ8URet4Ts— EHF Champions League (@ehfcl) December 29, 2020 Þjóðverjarnir voru mun betri aðilinn nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið. Voru þeir fyrsta liðið til að leggja Börsunga af velli síðan Aron og félagar töpuðu gegn Pick Szeged í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í september á síðasta ári. Alls eru því liðnir tæpir 15 mánuðir síðan Barcelona tapaði síðast leik en liðið tapar einfaldlega ekki leik í spænsku úrvalsdeildinni. Var það eina tap Börsunga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Alls unnu þeir 13 af þeim 14 leikjum sem þeir spiluðu. Til samanburðar vann Kiel aðeins níu, gerði tvö jafntefli og tapaði þremur í B-riðli. Barcelona hefur leikið átta leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og unnið þá alla. Kiel er á sama tíma í 5. sæti sama riðils með þrjá sigra, tvö jafntefli og fimm töp eftir átta leiki. Ef Börsungar fara aftur 15 mánuði án þess að tapa er ljóst að þeir vinna Meistaradeildina en úrslitaleikur núverandi tímabils fer fram í júní 2021.
Handbolti Tengdar fréttir Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09
PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti