Bent á sprengjugerð Warner fyrir rúmu ári Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 12:18 Anthony Warner sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í miðbæ Nashville að morgni jóladags. VÍSIR/FBI/AP Lögreglan í Nashville fékk í fyrra tilkynningu um að maðurinn sem sprengdi húsbíl sinn í loft upp þar í borg um jólin, hefði verið að setja saman sprengjur. Tveir lögregluþjónar fóru heim til hans en fundu hann ekki og sáu ekki inn í húsbíl hans, þar sem hann átti að vera að stunda sprengjugerðina. Þeir yfirgáfu því heimili hans og skrifuðu skýrslu sem ekkert varð úr á endanum. Aðdragandi málsins er sá að í ágúst í fyrra voru lögregluþjónar kallaðir að heimili Pamelu Perry í Nashville. Lögmaður hennar hafði sagt hana hafa hótað því að fremja sjálfsvíg og að hún væri vopnuð. Perry þessi var kærasta Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni og opinberum skjölum sem AP fréttaveitan vitnar í sat Perry á palli fyrir framan heimili sitt og var hún með tvær óhlaðnar skammbyssur þegar lögregluþjóna bar að garði. Hún sagði byssurnar í eigu Warner og sagðist ekki vilja hafa þeir lengur á sínu heimili. Perry, sem var þá 62 ára gömul, var að endingu færð til sálfræðings þar sem hún gekkst geðrannsókn. Áður sagði hún þó lögregluþjónum, samkvæmt því sem Raymond Throckmorton, lögmaður hennar sagði héraðsmiðlinum Tennessean, að hún óttaðist um öryggi sitt og að Warner myndi skaða hana. Hún sagði einnig að Warner væri alltaf að tala um herinn og að setja saman sprengjur. Fundu ekki vísbendingar um glæpsamlegt athæfi Þá fóru lögregluþjónarnir tveir heim til Warner og bönkuðu á dyrnar. Enginn kom til dyra og sáu þeir húsbíl hans í bakgarðinum. Lögregluþjónarnir höfðu þó ekki heimild til að fara þar inn og sáu þeir ekki inn í bílinn. Að lokum fóru þeir og þar sem þeir höfðu ekki fundið neinar vísbendingar um glæpsamlegt athæfi og komust ekki inn á afgirta eign Warner, létu þeir yfirmenn sína og rannsóknarlögregluþjóna vita af málinu. Lögeglan segir að haft hafi verið samband við Throckmorton, sem var áður einnig lögmaður Warner, sem sagði að skjólstæðingi sínum væri illa við lögreglu og myndi ekki heimila leit á eign sinni, samkvæmt lögreglu. Í samtali við blaðamann AP segir Thorckmorton að hann muni ekki til þess að hafa nokkurn tímann meinað lögreglu að leita í landareign Warner. Hann hafi ekki lengur verið skjólstæðingur sinn á þessum tíma. Samkvæmt Tennessean var fyrirspurn send til Alríkislögreglu Bandaríkjanna en þar á bæ var Warner hvergi á skrá. Hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn og var það árið 1978 og fyrir brot tengdu marijúana. Rannsókn lögreglunnar í Nashville virðist hafa endað þar. Vita enn ekki af hverju Enn liggur ekki fyrir af hverju Warner sprengdi sig í loft upp við byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nashville. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Þeir yfirgáfu því heimili hans og skrifuðu skýrslu sem ekkert varð úr á endanum. Aðdragandi málsins er sá að í ágúst í fyrra voru lögregluþjónar kallaðir að heimili Pamelu Perry í Nashville. Lögmaður hennar hafði sagt hana hafa hótað því að fremja sjálfsvíg og að hún væri vopnuð. Perry þessi var kærasta Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni og opinberum skjölum sem AP fréttaveitan vitnar í sat Perry á palli fyrir framan heimili sitt og var hún með tvær óhlaðnar skammbyssur þegar lögregluþjóna bar að garði. Hún sagði byssurnar í eigu Warner og sagðist ekki vilja hafa þeir lengur á sínu heimili. Perry, sem var þá 62 ára gömul, var að endingu færð til sálfræðings þar sem hún gekkst geðrannsókn. Áður sagði hún þó lögregluþjónum, samkvæmt því sem Raymond Throckmorton, lögmaður hennar sagði héraðsmiðlinum Tennessean, að hún óttaðist um öryggi sitt og að Warner myndi skaða hana. Hún sagði einnig að Warner væri alltaf að tala um herinn og að setja saman sprengjur. Fundu ekki vísbendingar um glæpsamlegt athæfi Þá fóru lögregluþjónarnir tveir heim til Warner og bönkuðu á dyrnar. Enginn kom til dyra og sáu þeir húsbíl hans í bakgarðinum. Lögregluþjónarnir höfðu þó ekki heimild til að fara þar inn og sáu þeir ekki inn í bílinn. Að lokum fóru þeir og þar sem þeir höfðu ekki fundið neinar vísbendingar um glæpsamlegt athæfi og komust ekki inn á afgirta eign Warner, létu þeir yfirmenn sína og rannsóknarlögregluþjóna vita af málinu. Lögeglan segir að haft hafi verið samband við Throckmorton, sem var áður einnig lögmaður Warner, sem sagði að skjólstæðingi sínum væri illa við lögreglu og myndi ekki heimila leit á eign sinni, samkvæmt lögreglu. Í samtali við blaðamann AP segir Thorckmorton að hann muni ekki til þess að hafa nokkurn tímann meinað lögreglu að leita í landareign Warner. Hann hafi ekki lengur verið skjólstæðingur sinn á þessum tíma. Samkvæmt Tennessean var fyrirspurn send til Alríkislögreglu Bandaríkjanna en þar á bæ var Warner hvergi á skrá. Hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn og var það árið 1978 og fyrir brot tengdu marijúana. Rannsókn lögreglunnar í Nashville virðist hafa endað þar. Vita enn ekki af hverju Enn liggur ekki fyrir af hverju Warner sprengdi sig í loft upp við byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nashville. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp.
Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent