Boltinn hjá Pfizer segir Þórólfur Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. desember 2020 14:30 Þórólfur Guðnason hefur rætt við lyfjafyrirtækið Pfizer. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason bindur vonir við að fá svar sem fyrst frá Pfizer hvort hægt verði að koma á fót rannsóknarsamstarfi sem miði að því bólusetja stóran hluta þjóðarinnar gegn Covid-19. Boltinn er nú hjá Pfizer. Greint var frá því yfir hátíðisdagana að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi báðir rætt það við Pfizer að fá hingað til lands fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 fyrr en reiknað er með. Óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðan þá og segir Þórólfur í viðtali við fréttastofu að slíkar þreifingar muni halda áfram á næstunni. „Ég býst við því að við heyrumst eitthvað áfram en það er ekki komin nein tímasetning á það. Við erum búin að senda gögn sem þeir eru að skoða,“ segir Þórólfur. Vísindamenn Pfizer jákvæðir og áhugasamir um samstarf Hann segir vísindamenn Pfizer vera bæði jákvæða og áhugasama í garð hins mögulega samstarfs. „Þeir eru bara mjög jákvæðir. Þetta eru vísindamenn hjá Pfizer sem hafa áhuga á alls konar rannsóknum til að svara alls konar spurningum sem að eru í tengslum við bóluefni og við stilltum upp. Mér fannst þeir bara vera áhugasamir,“ segir Þórólfur. Bólusetning með bóluefni Pfizer hófst hér á landi í gær.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur áður minnst á þessar spurningar sem mögulegt samstarf við Pfizer gæti svarað, svör sem gætu gagnast heimsbyggðinni allri, til að mynda hvenær hjarðónæmi gegn kórónuveiruni myndast. Hvenær myndast hjarðónæmi? „Það er það sem þessi rannsókn sem við erum að tala um að gera hér svarar. Hvenær er hjarðónæmi? Við vitum það ekki. Menn hafa slegið á það út frá ýmsum tölum að það gæti verið í kringum 60-70 prósent en það er bara ekki vitað nákvæmlega en það er hægt að svara því með svona rannsókn,“ segir Þórólfur. Og spurningarnar og möguleg svör eru fleiri. „Við getum líka séð hvort að bólusetningin virkar á mismunandi stofna eða afbrigði af veirunni. Við getum séð hvort að bólusetningin hafi óbein áhrif á þá sem eru óbólusettir. Við getum séð hvort að bólusetningin minnkar líkur á dreifingu, ekki bara sjúkdóminum, heldur dreifingu, að fólk sé að smita,“ segir Þórólfur. Alls hafa nú rúmlega 5.700 manns greinst með kórónuveiruna á Íslandi frá upphafi faraldursins.Vísir/Vilhelm Að hans sögn eigi vísindamenn Pfizer þó eftir að ræða samstarfið innanbúðar hjá fyrirtækinu. „Þeir eiga náttúrúlega eftir að ræða við aðila innan fyrirtækisins hvort að það sé mögulegt að gera þetta. Við bíðum bara eftir því.“ Gott að fá já eða nei sem fyrst Ljóst er að Þórólfur er ekki sá eini sem hefur unnið að því að ná athygli Pfizer, en Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, sem kemur meðal annars að dreifingu bóluefnis Pfizer, sagði í gær að hann hefði farið eins hátt upp innan Pfizer og hann hefði aðgang að, til að láta vita af verkefninu. Þórólfur treystir sér þó ekki til að segja neitt um hvenær svar geti legið fyrir frá Pfizer. „Ég þori ekki að segja neitt um tímasetninguna. Bind vonir við að það verði bara sem fyrst. Ég held að það sé gott að klára þetta sem fyrst, já eða nei.“ Aðspurður hvort að svar geti fengist á næstu dögum segir Þórólfur bara að vera að bíða eftir svari. „Boltinn er hjá þeim. Við erum búin að senda þeim gögn og bíðum bara eftir því hvað þeir segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir „Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar“ Það er stórkostlegur árangur að búið sé að fá leyfi til að nota bóluefni til notkunar í mönnum, innan við ári frá því að kórónuveiran sem veldur Covid-19 fannst. 30. desember 2020 10:32 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29. desember 2020 18:44 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Greint var frá því yfir hátíðisdagana að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi báðir rætt það við Pfizer að fá hingað til lands fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 fyrr en reiknað er með. Óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðan þá og segir Þórólfur í viðtali við fréttastofu að slíkar þreifingar muni halda áfram á næstunni. „Ég býst við því að við heyrumst eitthvað áfram en það er ekki komin nein tímasetning á það. Við erum búin að senda gögn sem þeir eru að skoða,“ segir Þórólfur. Vísindamenn Pfizer jákvæðir og áhugasamir um samstarf Hann segir vísindamenn Pfizer vera bæði jákvæða og áhugasama í garð hins mögulega samstarfs. „Þeir eru bara mjög jákvæðir. Þetta eru vísindamenn hjá Pfizer sem hafa áhuga á alls konar rannsóknum til að svara alls konar spurningum sem að eru í tengslum við bóluefni og við stilltum upp. Mér fannst þeir bara vera áhugasamir,“ segir Þórólfur. Bólusetning með bóluefni Pfizer hófst hér á landi í gær.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur áður minnst á þessar spurningar sem mögulegt samstarf við Pfizer gæti svarað, svör sem gætu gagnast heimsbyggðinni allri, til að mynda hvenær hjarðónæmi gegn kórónuveiruni myndast. Hvenær myndast hjarðónæmi? „Það er það sem þessi rannsókn sem við erum að tala um að gera hér svarar. Hvenær er hjarðónæmi? Við vitum það ekki. Menn hafa slegið á það út frá ýmsum tölum að það gæti verið í kringum 60-70 prósent en það er bara ekki vitað nákvæmlega en það er hægt að svara því með svona rannsókn,“ segir Þórólfur. Og spurningarnar og möguleg svör eru fleiri. „Við getum líka séð hvort að bólusetningin virkar á mismunandi stofna eða afbrigði af veirunni. Við getum séð hvort að bólusetningin hafi óbein áhrif á þá sem eru óbólusettir. Við getum séð hvort að bólusetningin minnkar líkur á dreifingu, ekki bara sjúkdóminum, heldur dreifingu, að fólk sé að smita,“ segir Þórólfur. Alls hafa nú rúmlega 5.700 manns greinst með kórónuveiruna á Íslandi frá upphafi faraldursins.Vísir/Vilhelm Að hans sögn eigi vísindamenn Pfizer þó eftir að ræða samstarfið innanbúðar hjá fyrirtækinu. „Þeir eiga náttúrúlega eftir að ræða við aðila innan fyrirtækisins hvort að það sé mögulegt að gera þetta. Við bíðum bara eftir því.“ Gott að fá já eða nei sem fyrst Ljóst er að Þórólfur er ekki sá eini sem hefur unnið að því að ná athygli Pfizer, en Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, sem kemur meðal annars að dreifingu bóluefnis Pfizer, sagði í gær að hann hefði farið eins hátt upp innan Pfizer og hann hefði aðgang að, til að láta vita af verkefninu. Þórólfur treystir sér þó ekki til að segja neitt um hvenær svar geti legið fyrir frá Pfizer. „Ég þori ekki að segja neitt um tímasetninguna. Bind vonir við að það verði bara sem fyrst. Ég held að það sé gott að klára þetta sem fyrst, já eða nei.“ Aðspurður hvort að svar geti fengist á næstu dögum segir Þórólfur bara að vera að bíða eftir svari. „Boltinn er hjá þeim. Við erum búin að senda þeim gögn og bíðum bara eftir því hvað þeir segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir „Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar“ Það er stórkostlegur árangur að búið sé að fá leyfi til að nota bóluefni til notkunar í mönnum, innan við ári frá því að kórónuveiran sem veldur Covid-19 fannst. 30. desember 2020 10:32 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29. desember 2020 18:44 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar“ Það er stórkostlegur árangur að búið sé að fá leyfi til að nota bóluefni til notkunar í mönnum, innan við ári frá því að kórónuveiran sem veldur Covid-19 fannst. 30. desember 2020 10:32
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04
Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29. desember 2020 18:44
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40