Innlent

Endurskoða rýmingarsvæðið á hádegi á morgun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hættustig almannavarna er enn í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu.
Hættustig almannavarna er enn í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi hafa ákveðið að halda rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði óbreyttu fram að hádegi á morgun að minnsta kosti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekið eftir athuganir sérfræðinga Veðurstofu Íslands og hreinsunarstarf á svæðinu í dag.

Staðan verður tekin á ný í hádeginu á morgun.

Þjónustumiðstöð almannavarna í Herðubreið á Seyðisfirði verður opin á morgun milli klukkan 11 og 13. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið sey@logreglan.is og hringja í 839-9931 utan opnunartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×