Lewis Hamilton heiðraður á nýju ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 18:31 Sir Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistar í Formúlu 1. EPA-EFE/Giuseppe Cacace / Pool Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, verður Sir Lewis Hamilton á nýju ári. Hamilton hefur átt ótrúlegt ár í Formúlu 1. Hann jafnaði og tók fram úr Michael Schumacher varðandi sigra í F11. Þá jafnaði hann met Þjóðverjans en þeir hafa nú báðir sjö sinnum orðið heimsmeistarar í íþróttinni. Hinn 35 ára gamli Hamilton var einnig duglegur að nýta rödd sína og láta í sér heyra varðandi málefni litaðra, bæði í Formúlu 1 sem og Bandaríkjunum. Margt íþróttafólk hefur stigið upp á árinu og nýtt stöðu sína til að benda á það óréttlæti sem enn á sér stað árið 2020. Hamilton heldur áfram að bæta í safnið á nýju ári en hann verður heiðraður af breska ríkinu í upphafi árs 2021 og mun hljóta nafnbótina „Sir“ fyrir framan nafn sitt. Verður hann fjórði F1 ökumaðurinn sem hlýtur þann heiður. Congratulations, Sir Lewis!Lewis Hamilton has been awarded a knighthood in the latest UK Honours list https://t.co/D8amm4hOeQ— Formula 1 (@F1) December 30, 2020 Var þetta staðfest í gær, miðvikudaginn 30. desember. Stefano Domenicali, forstjóri F1, óskaði Hamilton til hamingju, sagði hann hafa gífurleg áhrif innan sem utan bíls og að það sem hann hefði áorkað á árinu væri stórfenglegt. Hann bætti við að Hamilton ætti nafnbótina skilið og gæti ekki beðið eftir að sjá meira frá honum á næsta ári. Formúla Bretland Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hamilton hefur átt ótrúlegt ár í Formúlu 1. Hann jafnaði og tók fram úr Michael Schumacher varðandi sigra í F11. Þá jafnaði hann met Þjóðverjans en þeir hafa nú báðir sjö sinnum orðið heimsmeistarar í íþróttinni. Hinn 35 ára gamli Hamilton var einnig duglegur að nýta rödd sína og láta í sér heyra varðandi málefni litaðra, bæði í Formúlu 1 sem og Bandaríkjunum. Margt íþróttafólk hefur stigið upp á árinu og nýtt stöðu sína til að benda á það óréttlæti sem enn á sér stað árið 2020. Hamilton heldur áfram að bæta í safnið á nýju ári en hann verður heiðraður af breska ríkinu í upphafi árs 2021 og mun hljóta nafnbótina „Sir“ fyrir framan nafn sitt. Verður hann fjórði F1 ökumaðurinn sem hlýtur þann heiður. Congratulations, Sir Lewis!Lewis Hamilton has been awarded a knighthood in the latest UK Honours list https://t.co/D8amm4hOeQ— Formula 1 (@F1) December 30, 2020 Var þetta staðfest í gær, miðvikudaginn 30. desember. Stefano Domenicali, forstjóri F1, óskaði Hamilton til hamingju, sagði hann hafa gífurleg áhrif innan sem utan bíls og að það sem hann hefði áorkað á árinu væri stórfenglegt. Hann bætti við að Hamilton ætti nafnbótina skilið og gæti ekki beðið eftir að sjá meira frá honum á næsta ári.
Formúla Bretland Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti