Allt að tíu stiga frost í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2020 08:40 Frostþoka á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Vísir/Egill Í kvöld er útlit fyrir mjög hægan vind víðast hvar á landinu. Það hefur í för með sér að flugeldaryk safnast auðveldlega upp og loftgæði dvína hratt, að því er segir í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands um veðrið á gamlárskvöld. Annars verður hægviðri víðast hvar um land og bjart með köflum en vestanlands er von á stöku él framan af degi. Í kvöld ætti þó að vera orðið bjart og viðbúið að nýtt ár hefjist með hægri breytilegri átt og bjartviðri að því er segir í athugasemd veðurfræðings. Þó eru einhverjar líkur á þokulofti við sjóinn suðvestan til í kvöld og í nótt. Frost verður á bilinu núll til tíu stig frá morgni og fram eftir degi. „Þótt veður sé oft fallegt í hægum vindi og köldu lofti þá fylgir því að það verður lítil blöndun í loftinu næst jörðu og því er útlit fyrir að flugeldaryk muni víða safnast upp og loftgæði dvína,“ skrifar veðurfræðingur. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur varaði við því á Twitter síðu sinni í gærkvöldi að loftgæði myndu minnka hratt af völdum flugeldamengunar. Hún hefur jafnframt hvatt fólk til að styrkja björgunarsveitirnar með öðrum hætti en að kaupa flugelda. Annað kvöld, sem svo illa vill til að er líka flugeldahátíð er spáð 0-2 m/s á höfuðborgarsvæðinu. Og stöðugu lofti sem þýðir engin lóðrétt blöndun. Flugeldamengun hleðst upp og loftgæði minnka hratt. #skjótumrótum pic.twitter.com/jOSAmqIf40— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) December 30, 2020 Árleg áminning. Þið *þurfið* ekki að kaupa flugelda. Þið getið alveg styrkt björgunarsveitirnar án þess að fara fram á eitthvað(mengandi flugelda) í staðinn. Þannig virka góðverk líka best.— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) December 28, 2020 Umhverfisstofnun bendir jafnframt á mengandi áhrif af völdum flugelda á samfélagsmiðlum í gær. Við minnum á þessa 2 ára gömlu umfjöllun á vef okkar. Í ár eru engar brennur en eins og sést á línuritinu þá hafa þær teljandi áhrif á loftgæðin á gamlárskvöld en eru samt ekki toppurinn.Það eru flugeldarnir sem eru aðalmengunarvaldurinn.https://t.co/5OwhI88lkN pic.twitter.com/cr5KeDO9vG— Umhverfisstofnun (@umhverfis) December 30, 2020 Seint á morgun, nýársdag, er annars búist við vaxandi sunnanátt vestan til á landinu og þykknar upp og hlýnar víða. Dálítil rigning annað kvöld. Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands: Hæg breytileg átt en norðvestan 8-13 m/s austast til hádegis. Víða bjartviðri en skýjað með köflum og stöku él um landið vestanvert framan af degi. Líkur á þokulofti suðvestantil í kvöld. Frost 2 til 13 stig í byggð en allt að 17 stig til fjalla. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt vestantil á morgun og hægt hlýnandi veður, 8-15 m/s síðdegis. Þykknar upp með lítilsháttar úrkomu á Vestur- og Suðvesturlandi annað kvöld. Á laugardag: Sunnan 8-13 m/s og rigning með köflum sunnan og vestanlands, en hægari vindur og léttskýjað um landið norðan og austanvert. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Suðvestan eða sunnan 8-15 m/s, hvassast við vesturströndina. Rigning eða súld sunnan og vestantil en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Gengur í suðvestan 13-20 með slyddu á Vestfjörðum um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. Á mánudag: Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él vestantil en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga átt með úrkomu á köflum flestum landshlutum. Hiti í kringum frostmark. Á miðvikudag: Útlit fyrir hvassa norðanátt og snjókomu eða él, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri. Veður Flugeldar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Annars verður hægviðri víðast hvar um land og bjart með köflum en vestanlands er von á stöku él framan af degi. Í kvöld ætti þó að vera orðið bjart og viðbúið að nýtt ár hefjist með hægri breytilegri átt og bjartviðri að því er segir í athugasemd veðurfræðings. Þó eru einhverjar líkur á þokulofti við sjóinn suðvestan til í kvöld og í nótt. Frost verður á bilinu núll til tíu stig frá morgni og fram eftir degi. „Þótt veður sé oft fallegt í hægum vindi og köldu lofti þá fylgir því að það verður lítil blöndun í loftinu næst jörðu og því er útlit fyrir að flugeldaryk muni víða safnast upp og loftgæði dvína,“ skrifar veðurfræðingur. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur varaði við því á Twitter síðu sinni í gærkvöldi að loftgæði myndu minnka hratt af völdum flugeldamengunar. Hún hefur jafnframt hvatt fólk til að styrkja björgunarsveitirnar með öðrum hætti en að kaupa flugelda. Annað kvöld, sem svo illa vill til að er líka flugeldahátíð er spáð 0-2 m/s á höfuðborgarsvæðinu. Og stöðugu lofti sem þýðir engin lóðrétt blöndun. Flugeldamengun hleðst upp og loftgæði minnka hratt. #skjótumrótum pic.twitter.com/jOSAmqIf40— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) December 30, 2020 Árleg áminning. Þið *þurfið* ekki að kaupa flugelda. Þið getið alveg styrkt björgunarsveitirnar án þess að fara fram á eitthvað(mengandi flugelda) í staðinn. Þannig virka góðverk líka best.— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) December 28, 2020 Umhverfisstofnun bendir jafnframt á mengandi áhrif af völdum flugelda á samfélagsmiðlum í gær. Við minnum á þessa 2 ára gömlu umfjöllun á vef okkar. Í ár eru engar brennur en eins og sést á línuritinu þá hafa þær teljandi áhrif á loftgæðin á gamlárskvöld en eru samt ekki toppurinn.Það eru flugeldarnir sem eru aðalmengunarvaldurinn.https://t.co/5OwhI88lkN pic.twitter.com/cr5KeDO9vG— Umhverfisstofnun (@umhverfis) December 30, 2020 Seint á morgun, nýársdag, er annars búist við vaxandi sunnanátt vestan til á landinu og þykknar upp og hlýnar víða. Dálítil rigning annað kvöld. Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands: Hæg breytileg átt en norðvestan 8-13 m/s austast til hádegis. Víða bjartviðri en skýjað með köflum og stöku él um landið vestanvert framan af degi. Líkur á þokulofti suðvestantil í kvöld. Frost 2 til 13 stig í byggð en allt að 17 stig til fjalla. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt vestantil á morgun og hægt hlýnandi veður, 8-15 m/s síðdegis. Þykknar upp með lítilsháttar úrkomu á Vestur- og Suðvesturlandi annað kvöld. Á laugardag: Sunnan 8-13 m/s og rigning með köflum sunnan og vestanlands, en hægari vindur og léttskýjað um landið norðan og austanvert. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Suðvestan eða sunnan 8-15 m/s, hvassast við vesturströndina. Rigning eða súld sunnan og vestantil en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Gengur í suðvestan 13-20 með slyddu á Vestfjörðum um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. Á mánudag: Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él vestantil en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga átt með úrkomu á köflum flestum landshlutum. Hiti í kringum frostmark. Á miðvikudag: Útlit fyrir hvassa norðanátt og snjókomu eða él, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri.
Veður Flugeldar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira