„Íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. desember 2020 20:16 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskaði landsmönnum öllum ljóss og friðar á nýju ári sem nú fer í hönd í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún stiklaði á stóru yfir fordæmalaust ár, litað af heimsfaraldri, og kvað það „heilbrigðismerki“ að stjórnmálamenn á Íslandi hefðu ekki látið faraldurinn snúast um sig. Áramótaávarp forsætisráðherra er flutt á gamlárskvöld ár hvert. Katrín sagði í ávarpi sínu í kvöld að árið framundan, 2021, væri ár viðspyrnu. Hjálpa þyrfti fólki, fjölskyldum og efnahagslífinu af stað á ný. „Árið 2021 verður gott ár; ár gróanda og vaxtar, ár þar sem við byggjum á lærdómum ársins sem er að líða.“ Þá kvað hún árið 2020 hafa verið mikinn prófstein á stjórnmálin. „Ég tel það heilbrigðismerki á íslenskum stjórnmálum að íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig heldur nálguðust þetta verkefni sem björgunarstarf. Að einhverju leyti endurspeglar þetta ár hið sérstaka hlutskipti stjórnmálanna og það er mjög mikilvægt að við sem erum í forsvari í stjórnmálum þjóðarinnar vöndum okkur,“ sagði Katrín. Verða að gæta þess að sundra ekki þjóðinni Við erfiðar aðstæður sem þessar hætti stjórnmálum til að verða öfgakennd og harkaleg, sem geti leitt til rofs í samstöðu þjóðarinnar. „Sú skylda hvílir á okkur öllum sem nú sitjum á Alþingi og í ríkisstjórn að gæta að því eftir fremsta megni að sundra ekki þjóðinni á þessum örlagatímum og til að svo megi verða þurfum við öll að muna að stjórnmálin snúast um gildi og hugsjónir en fyrst og fremst snúast þau um að vinna fyrir almenning í landinu og vera trú því verkefni sem okkur er falið að vinna. Vonandi berum við gæfu á komandi ári til að rísa undir þeirri ábyrgð sem á okkur hvílir,“ sagði Katrín. „Þess vegna byggjum við núna bara upp“ Þá minntist Katrín snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði í janúar á þessu ári og skriðufallanna á Seyðisfirði nú í desember. Hún rifjaði upp orð íbúa á Seyðisfirði þegar hún heimsótti bæinn eftir skriðuna: „Það varð ekkert manntjón og þess vegna er framtíðin áfram hér, þess vegna byggjum við núna bara upp.“ Nú væri einmitt tími viðspyrnu. „Þrátt fyrir erfitt ár þá hefur birtan verið yfirsterkari myrkrinu – jafnvel á dimmustu stundunum. Við kveðjum þetta ár, kannski ekki með mikilli eftirsjá, en göngum inn í framtíðina bjartsýn – og með vissuna um að við stöndum styrkum fótum í okkar öfluga og góða samfélagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Áramót Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Áramótaávarp forsætisráðherra er flutt á gamlárskvöld ár hvert. Katrín sagði í ávarpi sínu í kvöld að árið framundan, 2021, væri ár viðspyrnu. Hjálpa þyrfti fólki, fjölskyldum og efnahagslífinu af stað á ný. „Árið 2021 verður gott ár; ár gróanda og vaxtar, ár þar sem við byggjum á lærdómum ársins sem er að líða.“ Þá kvað hún árið 2020 hafa verið mikinn prófstein á stjórnmálin. „Ég tel það heilbrigðismerki á íslenskum stjórnmálum að íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig heldur nálguðust þetta verkefni sem björgunarstarf. Að einhverju leyti endurspeglar þetta ár hið sérstaka hlutskipti stjórnmálanna og það er mjög mikilvægt að við sem erum í forsvari í stjórnmálum þjóðarinnar vöndum okkur,“ sagði Katrín. Verða að gæta þess að sundra ekki þjóðinni Við erfiðar aðstæður sem þessar hætti stjórnmálum til að verða öfgakennd og harkaleg, sem geti leitt til rofs í samstöðu þjóðarinnar. „Sú skylda hvílir á okkur öllum sem nú sitjum á Alþingi og í ríkisstjórn að gæta að því eftir fremsta megni að sundra ekki þjóðinni á þessum örlagatímum og til að svo megi verða þurfum við öll að muna að stjórnmálin snúast um gildi og hugsjónir en fyrst og fremst snúast þau um að vinna fyrir almenning í landinu og vera trú því verkefni sem okkur er falið að vinna. Vonandi berum við gæfu á komandi ári til að rísa undir þeirri ábyrgð sem á okkur hvílir,“ sagði Katrín. „Þess vegna byggjum við núna bara upp“ Þá minntist Katrín snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði í janúar á þessu ári og skriðufallanna á Seyðisfirði nú í desember. Hún rifjaði upp orð íbúa á Seyðisfirði þegar hún heimsótti bæinn eftir skriðuna: „Það varð ekkert manntjón og þess vegna er framtíðin áfram hér, þess vegna byggjum við núna bara upp.“ Nú væri einmitt tími viðspyrnu. „Þrátt fyrir erfitt ár þá hefur birtan verið yfirsterkari myrkrinu – jafnvel á dimmustu stundunum. Við kveðjum þetta ár, kannski ekki með mikilli eftirsjá, en göngum inn í framtíðina bjartsýn – og með vissuna um að við stöndum styrkum fótum í okkar öfluga og góða samfélagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Áramót Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira